Leita í fréttum mbl.is

Í fréttum er þetta helst....

Fyrsta frétt RÚV fjallaði um bíl. Ekki bara einhvern bíl heldur sjálfan forsetabílinn sem embættið neitar að greiða fyrir. Hann var víst gerður uppá réttingarverkstæði og upphæðin er ansi há. Bíllinn verður því bara seldur á uppboði.

Maður nokkur í Hafnafirði á líka ansi merkilegan bíl. Hann er enn með göt eftir fána sem settir voru á drossíuna þegar Noregskonungur kom hingað í heimsókn. Bíllinn var undir forsjá Bjarna heitins Benediktssonar. Hann er ekki á neinu réttingarverkstæði heldur geymdur í þar til gerðri geymslu undir Esjunni.  Á tyllidögum og helgidögum auk sunnudaga er bíllinn keyrður. Einn var meira að segja ferjaður frá fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík og til síns heima. Lá bara í notalegu leðri með móður sinni og föður við stýrið.

Synd verður að sjá eftir bílnum úr eigu forsetans en hann er væntanlega best geymdur hjá mönnum sem vilja varðveita kaggann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband