27.11.2006 | 23:19
Smækkuð mynd af Íslandi
Í 60 minutes var fjallað um málefni innflytjenda og þá sérstaklega ólöglegra innflytjenda en málið er óneitanlega ofarlega á baugi hjá bandarískum kjósendum. Kastljósinu var beint að litla bænum Hazelton sem hefur sett umdeild lög en þau banna atvinnurekendum ráða til sín ólöglega innflytjendur og íbúðareigendum að leigja þeim húsnæði.
Kostnaður við að halda uppi innflytjendum í þessum litla bæ hefur aukist til muna. Kennsla og heilbrigðisþjónusta standa höllum fæti og tíðni alvarlegra glæpa hafa hækkað, allt vegna síaukinnar ásóknar ólöglegra innflytjenda sem ætla að elta bandaríska drauminn.
Róbert Douglas gerði Íslenska drauminn og hvort innflytjendur hér á landi séu að elta hann skulum við rétt vona ekki. Á það er bent í fréttinni að fjölskrúðugt líf bæjarins sé með daprasta móti eftir að innflytjendum fækkaði jafnt og þétt, litbrigði menningarinnar er einlitt og aðrir, sem hafa fengið bandarískan ríkisborgararétt með löglegum hætti, eru litnir hornauga og treysta sér ekki lengur til að búa í bænum.
Fordómar gagnvart útlendingum hafa væntanlega aukist í kjölfarið á þeim umræðum sem skópust í kringum orð Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns frjálslynda flokksins, sem vildi hefta aðgöngu útlendinga að landinu. Þau voru olía á eldinn hjá þeim sem hafa orðið undir í lífsgæðakapphlaupinu: sömu menn eru kosnir og því er ekki lengur hægt að hata þá, hatrið færist því yfir á þetta fólk sem eldar framandi og vellyktandi mat í stigagöngum og virðist alltaf hafa í nógu að snúast.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.