11.12.2006 | 20:27
Eggið spælir Pardew
Eggert Magnússon hefur látið til sín taka, sýndi klærnar í dag og lét Alan Pardew, framkvæmdarstjóra West Ham, taka hatt sinn og staf eftir brösótt gengi að undanförnu. Væntanlega hefur fjögur núll tap fyrir Boltonum helgina verið dropinn sem fyllti mælinn. Nú bíða Íslendingar spenntir eftir því hver það verði sem Eggert fái í starfið en væntanlega er stjórnarformaðurinn ekki svo heimskur að ráða Guðjón Þórðarson. Hann gæti þess vegna ráðið sér lífvörð strax og látið lítið fyrir sér fara þegar stuðningsmenn liðsins leita að honum logandi ljósi, líkt og Eyjólfur grái gerði hér forðum að Gísla Súrssyni.
Mundos líst vel á spár veðbanka sem vilja meina að Alan Curbishley, fyrrum stjóri hins sökkvandi liðs Charlton, sé líklegastur. Eggert gaf Pardew tvær vikur í starfi og ljóst að allt er í heiminum hverfult því ekki er langt síðan að Pardew og Eggert gengu saman í hönd í hönd á Upton Park og allt lék í lyndi.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Af mbl.is
Erlent
- Erdogan fagnar handtökuskipuninni
- Finnair aflýsir 300 flugferðum vegna verkfalla
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.