Leita í fréttum mbl.is

Annan kallar eftir Truman hefðinni

AnnanKofi Annan flutti lokaávarp sitt sem aðalritari Sameinuðu Þjóðanna. Annan ræddi stöðu heimsmála og ekki síst mikilvægt hlutverk Bandaríkjanna sem verndara mannréttinda og frelsis. Bandaríkin væru valdamesta land heims og því fylgdi mikil ábyrgð.

Varla er annað hægt en að lesa mikil vonbrigði úr orðum Annan með frammistöðu Bandaríkjamanna undir stjórn George Bush þótt aðalritarinn fari vissulega fínt í sakirnar. Orð hans má þó túlka á þann veg að Bandaríkin hafi misnotað vald sitt og nýtt það til vafasamra aðgerða á borð við innrásina í Írak en Annan lýsti því yfir við fréttastofu BBC að stríðið þar í landi væru mistök.

Hann beindi orðum sínum aldrei beint að Bush forseta sem hefur harðlega gagnrýnt Sameinuðu Þjóðirnar fyrir "linkind" sína gagnvart "öxulveldum" hins illa en biðlaði til framtíðarleiðtoga stórveldisins að þeir litu til fyrrum forseta landsins, Harry S. truman, þegar kæmi að afstöðu þeirra til SÞ. Truman var mikill stuðningsmaður stofnunar SÞ og Annan vísaði oft og mörgum sinnum til orða og heimspeki forsetans sáluga.

Annan hefur verið í forsvari fyrir Sameinuðu þjóðirnar frá árinu 1997 og hlaut friðarverðlaun Nóbels ásamt SÞ árið 1997. Hann þurfti seint á valdatíma sínum að glíma við spillingavandamál varðandi son sinn og hafa andstæðingar hans beitt þeim ásökunum óspart gegn honum. Hvort sagan muni dæma hann á jákvæðum nótum kemur í ljós en Annan skilur eftir sig óleystar borgarastyrjaldir í Súdan og Írak. Hægt er að lesa ræðu Annan í heild sinni hér og viðbrögð blaðamanna við henni hér. Hin suður-kóreski arftaki, Ban Ki-Moon mun síðan taka við af honum á næstu misserum og er hægt að fræðast um hann í þessari snaggaralegu úttekt breska ríkissjónvarpsin frá þessum tengli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband