6.1.2007 | 00:04
DV breytir um ritstjóra en varla útlit
Sigurjón Magnús Egilsson gaf út sitt fyrsta DV-blað í dag. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess blaðsins en aðeins einn úr "skjallbandalagi Fréttabloggara" hafa látið skoðun sína í ljós á fyrsta eintakinu.
Steingrímur Sævarr Ólafsson furðar sig á því hvernig DV gat sleppt Siv Friðleifsdóttur í úttekt blaðsins á Framsóknarflokknum. Upplýsingafulltrúinn segir að blaðið sé ekki mikið breytt útlitslega en þar sé að finna margar flottar og vel skrifaðar greinar.
Varla telst þetta góð byrjun hjá nýju blaði þegar blaðið fattar ekki að gera stærstu fréttinni sinni skil á forsíðu, að Magni Ásgeirsson og Eyrún Haraldsdóttir séu skilin. Reyndar segir í siðareglum blaðsins, sem birtar voru í blaðinu, að það ætli ekki að hnýsast í einkamál annarra að óþörfu þótt ekki verði annað séð að með "skúbbi" sínu sé blaðið einmitt að gera slíkt.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Athugasemdir
Sammála, maður vissi svo sem að með breyttum ritstjóra myndu áherslurnar breytast en en svona þvílík U-beygja var ófyrirsjáanleg. Kommon, DV ekki með umtalaðasta skilnað dagsins í dag á forsíðu, heldur er honum skellt á bls. 14. Eitthvað bogið við það...
En annars ku fréttin vera unnin úr tilkynningu frá parinu fyrrverandi, svo varla eru þeir að hnýsast?
Atli Fannar Bjarkason, 6.1.2007 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.