Leita í fréttum mbl.is

Sigurjón ritstjóri svarar fyrir sig

Sigurjón Magnús Egilsson gerir athugasemd viđ frétt sem birtist í Fréttablađinu á laugardaginn en ţar var gert góđlátlegt grín ađ ţví hversu lík forsíđa hins nýja blađs hans var gamalli forsíđu međ sama viđtalsefni, Ragnheiđi Ástu Pétursdóttur. Sigurjón fattađi greinilega ekki brandarann og fannst ţetta vera hálfgerđ árás á sig og sín verk en um  ţetta má lesa hér.

Sigurjón á marga og góđa vini og vitnar ósjaldan í ţá. Einn vinur Sigurjóns kallar víst Fréttablađiđ SDB eđa Stóra dreifiblađiđ. Hefđi veriđ forvitnilegt  ađ sjá viđbrögđ Sigurjóns ef sá og hinn sami hefđi kallađ Fréttablađiđ slíku nafni ţegar hann sat viđ stjórnvölin í Skaftahlíđinni? Nú eđa Blađiđ en Sigurjón ritstýrđi ţví eins og frćgt er orđiđ.  Ţessir huldumenn sem Sigurjón á eru farnir ađ minna á flokk ósýnilegra stuđningsmanna Alberts heitins Guđmundssonar.  Vćri ekki nćr fyrir ritstjóra blađs sem ćtlar ađ vera beitt í umfjöllun sinni ađ koma bara hreint fram og segja sína skođun á fréttum annarra miđla og ţá ekki síst um sinn eigin.

Og Sigurjón heldur áfram. Segist finna fyrir ţví ađ Fréttablađinu sé ađ hraka. Og vitnar í annan vin sinn um ađ ţađ sé orđiđ jafn hliđhollt stjórnvöldum og Pravda (sökum fáfrćđi verđur ritari ađ viđurkenna ađ hann hefur ekki hugmynd um hvađ blađ ţađ er og biđur lesendur sína afsökunar á vitsmunaskorti sínum í ţeim efnum).  Sigurjóni vćri nćr ađ líta á lestrartölur en nýleg skođanakönnun - sem reyndar sýnir svipađa ţróun um alla heima, ađ lestur á dagblöđum fer minnkandi - kemur í ljós ađ lestur Fréttablađsins minnkar hvađ minnst og eftir hiđ stóra stökk undir stjórn Sigurjóns á Blađinu fór lestur ţess sömu leiđ. Niđur á viđ en ţetta má sjá á vef Capecent.is.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blađamađur, golfari og sjúklegur ađdáandi enska knattspyrnuliđsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarđarhaga 46 ţar sem húsfreyjan Júlía Margrét rćđur ríkjum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband