Leita í fréttum mbl.is

Dómur: Children of Men

universal_movie_childrenofmen_owen_ashitey_195_eng_05jan07Á nokkurra ára fresti koma myndir í bíó sem snerta áhorfendann, slá hann utan undir og þegar þær hafa runnið sitt skeið á enda situr hann eftir í sætinu og andvarpar en spyr sig síðan: Af hverju eru framleitt svona mikið af drasli þegar hægt er að búa til kvikmyndir eins og þessa?

Children of Men fjallar um Theo sem hefur glatað trúnni á lífið. Ekki að undra; ekki hefur fæðst barn á jörðinni í átján ár og það yngsta var nýlega drepið í múgæsingi. Hann getur því ekki skorast undan þegar gömul æskuást kemur að máli við hann og biður um að gera sér greiða, útvega ungri stúlku að nafni Kee fölskuð ferðaskjöl svo hægt sé að koma henni úr landi. Of langt mál er að rekja söguþráðinn eitthvað frekar hér, mergurinn málsins er sá að Kee er ólétt og þarf að komast til samtaka vísindamanna sem reyna finna leið út úr ógöngum jarðarbúa.

Leikstjórinn Alfonso Cuarón tekst með ótrúlegum hætti að skapa umhverfi í London og litlum sveitabæjum Englands sem er það trúverðugt að áhorfandinn leyfir sér ekki eitt augnablik að efast um að svona myndi og gæti þetta verið. Myndartökurnar eru yfir lýsingarorð hafnar auk þess sem klippingin er allt að því fullkominn og tónlistin leikur sér að því að fá áhorfendann fram á sætisbrúnna. 

childrenofmen2Sagan um Theo og Kee er uppfull af vísunum í kristna trú, konan í fjósinu, Theo, sem fylgir henni og leggur líf sitt í hættu fyrir barnið jafnvel þótt hann eigi ekkert í því, er allt að því spegilmynd af Jósef og að sjálfsögðu barnið sjálft: Frelsari mannkyns undan sjálfstortímingu sinni. Athyglisvert er að fylgjast með framkomu yfirvalda í garð útlendinga í myndinni og óneitanlega læðist að manni myndir úr Guantanamo-búðum Bandaríkjamanna á Kúbu. Kannski er Children of Men ekkert svo fjarri raunveruleikanum eftir allt saman.

Leikurinn er óaðfinnalegur og ljóst að bandarísku Pittararnir geta pakkað saman og farið heim; Clive Owen á sviðið um þessar mundir. Hvorki Julianna Moore né Micheal Caine stíga feilspor í hlutverkum sínum þótt þau nái aldrei að stela senunni af Owen.

Children of Men verðskuldar allar klisjur gagnrýnenda sem oft finna uppá frösum til að rata á kvikmyndaplaköt, fátt gleður hégómagirnd þeirra meira en að sjá stafi þeirra við hliðina á stórstjörnunum í Hollywood. "Ef þú ætlar að sjá eina mynd, sjáðu þessa," eða "Besta mynd síðari ára" að ógleymdum þessum: "Ef þú hefur ekki séð Children of Men þá hefur ekki séð neitt."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband