8.1.2007 | 22:00
Misheppnaður brandari Vinstri Grænna?
Fátt er meira hitamál hjá netverjum um þessar mundir en áramótauppgjör vefsíðunnar Múrinn. Stjórnmálamenn og aðrir sem telja sig hafa eitthvað til málanna að leggja eru flestir á einu máli, brandari stjórnenda vefsins um Margréti Frímansdóttur þar sem æviminningar hennar voru tengdar við raunarsögu Telmu Ásdísardóttur er misheppnaður í meira lagi.
Mesta athygli vekur að Svandís Svavarsdóttir, flokksystir Jakobs-barnanna sem eru í fremst í flokki Múrverja, fordæmdi þessi skrif og Steingrímur J. Sigfússon hefur ekki sagt múkk þrátt fyrir að Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri Græna, hafi reynt að hylma yfir brandaranum með langsóttum hætti.
Björn Ingi Hrafnsson, Össur Skarphéðinsson og Björn Bjarnason hafa fordæmt þessi skrif sem og Salvör Gissurardóttir.
Þorsteinn Guðmundsson, grínarinn góði, lét hafa eftir sér í viðtali að fólk ætti láta fagmenn um grínið. Múrinn hefði sennilega átt að leggja betur við hlustir ef miðað er við þverpólitísk viðbrögð bloggheimsins.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.