Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Ekki gott en skiljanlegt

Íslenska landsliðið mátti þola tap fyrir því rússneska. Liðið virkaði þreytt, and-og áhugalaust þótt sú hafi eflaust ekki verið raunin. Viljinn nægði ekki og varð að lúta í lægra haldi fyrir þreytu og spennufalli eftir Dana-leikinn erfiða. Fá lið í heiminum hefðu komið til baka eftir að hafa tapað fyrir fornum fjanda í slíkum trylli og Danaleikurinn var.
Liðið fær erfiðan andstæðing í leiknum um áttunda sætið því heimsmeistarar Spánverjar liggja í leyni og vilja eflaust láta andstæðinga sína gjalda fyrir afhroðið gegn Króötum.


mbl.is Alfreð: „Við gerðum sjálfsmark á lokasprettinum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veðrabreytingar í heiminum

Al Gore og Sheila Watt-Cloutier hafa náð að opna augu umheimsins fyrir breytingum á loftslaginu. Þessar breytingar sjást víðsvegar um heim, hér á Íslandi hefur veturinn sjaldan eða aldrei verið jafn mildur, í Ástralíu eru mestu þurrkar sem sögur fara af og í Bandaríkjunum hefur veðurfarið verið með skrýtnara móti. Ekki má gleyma hvirfilvindinum í London.
Kvikmynd Al Gore, Óþægilegur Sannleikur, sýndi það svart á hvítu að ef ekkert verður að gert eru jarðarbúar í verulega vondum málum. Sú kynslóð sem byggir þennan dvalarstað gæti því séð veðurfarið breytast allverulega og jafnvel svo mikið að þeir gætu þurft að flytjast búferlum.
Ef norska Nóbels-verðlaunanefndin ákveður að horfa til þess mikla starfs sem Gore hefur lagt á sig, til þess boðskapar sem Watt-Cloutier hefur boðað, þá hefur hún lagt sitt af mörkum til þessa mikilvæga málefnis.
mbl.is Tilnefna Al Gore til friðarverðlauna Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er til rússneskur björn á Íslandi?

Jónína Ben. hefur tekið bloggið í sína þjónustu og er farin að tjá sig á netinu. Varla þarf neinum að kom það á óvart hvert helsta umræðuefnið er, Baugsmálið. Ekki stendur á viðbrögðum annarra og skrifar borgarfulltrúinn Dofri Hermannsson meðal annars vörn fyrir formanninn sinn, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Og telur að fyrst forseti Ísland og Ingibjörg Sólrún séu í þessu plotti gegn henni þá eigi Biskup Íslands örugglega einnig hlut að máli.
Dofri verður að fara varlega í þeim skrefum að taka upp hanskann fyrir Ingibjörgu því samkvæmt fréttum fréttastofu Sjónvarpsins er fylgi Samfylkingarinnar í sögulegu lágmarki. Og þá hljóta stjórnmálaspekúlantar að spyrja sig; hvar er sú fylgisaukning sem vinstri menn bjuggust við þegar borgarstjórinn fyrrverandi var kjörinn. 
Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari, veit sennilega manna best að ekki er gott að taka mann úr stuði af velli. Það virðist Samfylkingin hins vegar hafa gert þegar Össur Skarphéðinsson tapaði fyrir Ingibjörgu en hann skildi við flokkinn í ríflega þrjátíu prósent fylgi. 
mbl.is Guðjón: „Rússar voru klókari“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband