Leita í fréttum mbl.is

Bræður munu berjast

Alfreð Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá Gummersbach mæta Íslandsmeisturum Fram í meistaradeildinni á morgun. Leikurinn er forvitnilegur fyrir þær sakir að þar mætast landsliðsþjálfararnir tveir enda er Guðmundur Guðmundsson höfuðpaurinn hjá drengjunum í Safamýrinni.

Gaman verður að sjá hvernig Sverre Jakobsen tekst upp á sínum gamla heimavelli en hann fór til Þýskalands eftir að hafa staðið sig eins og hetja með Fram á síðastliðnu keppnistímabili. Margir muna eflaust eftir framkomu stjórnar Fram í garð Sverris en þar lék Hjálmar Vilhjálmsson stórt hlutverk í atburðarrásinni...

Hjálmar komst aftur í kastljós fjölmiðlanna þegar  Fréttablaðið birti fréttir af því að Hjálmar hefði skrifað á hinar og þessar spjallsíður undir fölskum formerkjum, meðal annars sem Geir Sveinsson, landsliðsfyrirliðinn góðkunni. 

Hjálmar er sem kunnugt er sonur Vilhjálmar Einarsson sem fyrstur allra Íslendinga vann til verðlauna á Ólympíuleikum. Hjálmar er því jafnframt bróðir Einars Vilhjálmssonar, spjótkastara og afreksmanns og Sigmars Vilhjálmssonar, sem stjórnaði Idol - stjörnuleitinni með ágætum en er nú innsti koppur í búri markaðsdeildar 365


« Fyrri síða

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband