Leita í fréttum mbl.is

Þeir þegja en þunnt er hljóðið

Jón Sigurðsson sýndi ákveðið hugrekki þegar hann viðurkenndi að ákvörðunin um stuðning við innrásina í Írak hefði verið röng. Forveri hans, Halldór Ásgrímsson, neitar að tjá sig um þessar yfirlýsingu formannsins og Davíð Oddsson ætlar ekkert að segja.

Er þögnin þó ekki sama og samþykki?


Davíð farinn-flóðgáttir opnast

c_ordid_styrmir_gunnarsson_staerri_myndFyrst Jón Sigurðsson, nú Styrmir Gunnarsson. Báðir hafa viðurkennt að stuðningur við stríðið Írak hafi verið mistök. Hvorki Davíð né Halldór tjá sig um málið, sá fyrrnefndi situr í Seðalbankanum og stjórnar stýrivextum en þeim síðarnefnda var komið fyrir í formennsku Evrópunefndar. Á íslenska þjóðin það ekki skilið að valdamesti maður landsins, fyrr og síðar, viðurkenni að hafa gert mistök? Geta menn, sem hafa sagt af sér embætti, ekki komið fram á sjónarsviðið og gagnrýnt opinberlega stefnu Bandaríkjanna í alþjóðamálum?

Þegar Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, afhenti sendiherra Ísraela formleg mótmæli lýsti hann því yfir að ríkistjórn Ísraels styddi aðild Íslendinga að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Blóðug atkvæði. Íslendingar studdu innrás USofA þegar George W. Bush og Rumsfeld skipulögðu að láta herinn hverfa héðan. Er ekki komin tími til að láta kanann finna fyrir því mýflugubiti sem andstaða Íslendinga væri?


Síðan hvenær voru þetta fréttir?

Jon_Sigurdsson1Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á miðstjórnarfundi flokksins að ákvörðun Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar um að skrá Ísland á lista hinna staðföstu þjóða og styðja innrásina í Írak hefði verið röng. Jón segir litlar fréttir því þetta hefur alltaf verið vitað. Jón er bara að viðurkenna það sem hefur verið á allra vörum.

Jón gerir hins vegar vel í því að svara gagnrýnisröddum sem hafa kvartað undan þöglum manni í brúnni. Hann ræðst á forvera sinn og segir að Halldór Ásgrímsson, fyrrum landsfaðir Framsóknar, hafi gert alvarleg mistök.  Bandaríkjamenn sögðu Íraka tengjast al Kaída og byggju yfir gereyðingarvopnum. Vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest þetta og leyniþjónustur Bandaríkjanna og Breta hafa viðurkennt að hafa falsað sannanir og logið. Árásin í Írak var ákveðin af olíurisum í Bandaríkjunum sem horfðu girndaraugum á olíulindir Saddam Hussein. OilWar er þetta kallað af óháðum, erlendum fræðimönnum sem ekki fá að úttala sig um þetta mál á almennum vettvangi.

HM3_2545_iraq_war_001Jón hefði átt að ganga lengra, hann hefði átt að biðjast afsökunar á þessari fáranlegu ákvörðun. Stríðið í Írak er mesta klúður í sögunni ef undanskilið eru illa klæddir hermenn Napóleons og Hitlers og Víetnam stríðið. Landið er á barmi borgarastyrjaldar og ef ekkert verður að gert gæti Írak orðið kveikjan að þriðju heimstyrjöldinni. Arabar hvaðanæva úr heiminum eiga brátt eftir að sameinast gegn öðrum múslimum en kannski ekki hvað síst gegn vesturveldunum.

Sameinuðu þjóðirnar verða að grípa inní, Bandaríkjaher og Bretar verða frá að hverfa. Ef eldglæring skýst til Íran verða Mið-Austurlönd þvílíkt eldhaf að ekkert verður við það ráðið. Jón Sigurðsson engar fréttir, hann staðfesti bara allt það sem allir hafa vitað: Írak voru mistök.


Gates gefur af sér

Bill-Gates-1maxRíkasti maður heims, Bill Gates, hyggst koma fyrir nettengdum tölvum á öllum bókasöfnum í Rúmeníu. Gates- stofnunin tilkynnti þetta fyrir skömmu en hún hefur yfir að ráða 32 milljörðum dollara sem samsvarar tvö þúsund milljörðum íslenskra króna. Gates-stofnunin hyggst ráðast í sömu verkefni í löndum á borð við Chile, Lettlandi og Mexíkó.

Í fljótu bragði virðist þetta vera hreinræktað góðverk en þegar menn fara að rýna betur í hlutina sést best að með þessu hefur Gates tryggt sér góða markaðsstöðu á tölvumarkaðinum í fátækari ríkjum heims þegar þau loks netvæðast.

Samt verður það ekki tekið af þeim Gates-hjónum að þau verja miklum fjármunum til góðgerðarmála og ráðstafa 99,9 prósentum af auðævum sínum í hvers kyn líknarmál og góðgerðarsamtök. Börnin þeirra þrjú njóta síðan góðs af þessu einum hundraðasta enda myndi það sennilega nægja til að bjarga öllum þriðja heiminum frá hungri.


Þögnin rofin á Spáni

Domestic-Violance-2Heimilisofbeldi er ljótur blettur á vestrænu þjóðfélagi og nú hafa spænsk stjórnvöld ákveði að skera upp herör gegn þessum vágest. Spánverjar eru upp til hópa kaþólikkar þar sem hjónaband er verndað af Guði og engum öðrum. Því er ekki að undra að stjórnvöld þar í landi hafi ákveðið að berjast gegn misyndismönnum en þar deyja árlega um hundrað konur vegna misþyrminga á heimili sínu.

Vestrænir aðilar tala um kúgun kvenna í múslimskum löndum, þær njóti ekki sömu réttinda og karlar en það hlýtur hins vegar að vera eftirtektarvert fyrir þessa sömu einstaklinga þegar skoðaðar eru tölur frá Evrópu og Bandaríkjunum sem snúa að sifjaspelli og níðingshætti gagnvart börnum og konum.

Átak spænska ríkisins er til fyrirmyndar og er til marks um hversu hratt Spánn nútímavæðist eftir að hafa staðið nágrönnum sínum í Frakklandi langt að baki. Hitt er hins vegar merkilegra að enn skuli Íslendingar standa út á torgum til að mótmæla lágum dómum á nauðgunum og heimilisofbeldi er talað niður og ýtt undir stól.


Magnaðar myndir

Fréttavefur BBC býður lesendum sínum uppá þá þjónustu að sjá fréttirnar dagsins í myndum og þær má sjá hér.

Gorgy Park: Sönn eða login?

LitvenenkoMál rússneska leyniþjónustumannsins Alexanders Litvinenko hefur vakið mikla athygli en frá því var greint í breskum fjölmiðlum að á enskum spítala lægi einn fremsti njósnari gamla stórveldisins milli heims og helju eftir að reynt hafði verið að eitra fyrir honum. Litvinenko hefur verið duglegur við að reyna koma sök á rússneska ríkisstjórnina og reynt að sanna á hana margvísleg illvirki. Rússneska leyniþjónustan SVR neitar öllu og segist ekki hafa reynt að koma Litvinenko fyrir kattarnef. Hlutverk Litvinenko innan rússnesku leyniþjónustunnar var að komast inní hryðjuverkahópa og uppræta þá að innan, ekki ósvipað og Jack Bauer gerir með góðum árangri í sjónvarpsþáttunum 24.

Litvenenko 2Málið á eftir að beina kastljósinu enn og aftur að Vladimir Pútin, forseta rússneska lýðveldisins. Litla sem engar fréttir berast frá þessu stærsta landi Evrópu annað en í gegnum vafasamar handtökur þekktra viðskiptajöfra og ótrúlegan uppgang annara sem eiga augljóslega hönk uppí bakið á forsetanum. Nægir þar að nefna Roman Abramotvitjs sem nú á Chelsea og olíulindir í gömlum sóvétlýðveldum(forvitnilegt að Björgólfur skuli hafa keypt West Ham í ljósi umræðunnar í Ekstrablaðinu um meint tengsl íslenskra fjárfesta við rússnesku mafíuna og þá ekk síður vegna þess að Roman á stóran hlut í því fyrirtæki sem á Argentínumennina tvo).

Sjálfur er Pútín fyrrum yfirmaður KGB og þykir hafa sýnt sífellt meiri einræðistilburði eftir því sem hefur liðið á valdatíma hans. Erfitt er að sjá hver gæti tekið við af Pútín en ekki verður horft framhjá því að stórveldið í vestri er hrætt við þennan lágvaxna, hálfsköllótta Rússa og því eru Rússar ágætis mótvægi við heimsvaldastefnu Bandaríkjanna.

putin1Pútín hefur hins vegar margoft gerst sekur um að fórna meiru fyrir minna og nægir þar að nefna stríðið í Tjsetníu og gerir rithöfundurinn Tom Egland því hugarástandi sem þar ríkir ágætis skil í hinum prýðilega reyfara "Nótt Úlfanna". Pútín studdi innrás Bandaríkjahers í Afganistan en þegar því stríði lauk hefur lítið heyrst af stuðningi risans í austri. Pútin hefur líka í nógu að snúast heimafyrir. Spillingin eykst nánast með degi hverjum, fátæktin er mikil og glæpamenn ráða því sem þeir vilja ráða. Pútín virðist heldur ekki eiga auðvelt með að losa sig við fortíð sína sem yfirmaður KGB og  einn maður orðaði það svo að Pútín drægi á eftir sér ansi þunga ferðatösku af líkum. 

Hvort Pútín hafi eitthvað með eitrun leyniþjónustumannsins að gera verður vafalítið aldrei hægt að sanna. Árásin á Litvenenko er hins vegar ágætis sönnun á að eitthvað er rotið í Rússaveldi. 


Heather Mills 1 Paul McCartney 10

600-HeatherMillsLoksins, loksins náði fyrirsætan Heather Mills að snúa við blaðinu í ímyndarstríði sínu við fyrrum eiginmann sinn Paul McCartney en Mills birtist í sjónvarpsviðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Extra þar sem hún tjáði sig í fyrsta skipti um skilnaðinn. Mills vildi hins vegar ekki tjá sig um einstök atriði og sagði það vera sitt mál ef hún hefði sofið hjá moldríkum vopnasala fyrir pening.

Mills sagði að skilnaðurinn hefði verið sársaukafyllri en að missa fótinn en hún varð fyrir slíkri lífsreynslu þegar mótórhjól skall á hana. "Ég myndi frekar láta höggva af mér alla útlimi en að ganga í gegnum þessa lífsreynslu aftur" sagði Mills í mjög tilfinningaþrungnu viðtali.

Fyrirsætan gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla harðlega og sagðist bara hafa gert sig seka um einn hlut. "Ég varð ástfangin af átrúnaðargoði bresku þjóðarinnar," útskýrði Mills. "Ég elskaði Paul af öllu hjarta og ég er góð manneskja en engin gold digger," sagði Mills sem hefur verið sökuð um að hafa það eitt að markmiði að rýja bítilinn goðsagnakennda inn að skinni.


Kvikmyndir eru ekki svo fjarri sannleikanum

null Fréttavefur BBC greinir frá því að ítalski mafíósinn Bernardo Provenzano hafi heimsótt franskan skurðlækni þegar hann var á flótta undan réttvísinni árið 2003. Provenzano náði að komast undan löngum armi laganna í fjóra áratugi en var handtekinn í apríl á þessu ári á litlum sveitabæ. Talið er að Provenzano hafi dulbúið sig sem bakari þegar hann fór yfir landamærin en hann var eitt aðalhöfuð hinnar ítölsku Cosa Nostra. Hann er nú geymdur í strangri öryggisgæslu en ber það væntanlega ekki fyrir sér að þetta hafi verið "tæknileg mistök".

Vonandi man hann að horfa á kúluna

tyurinÁhugamannakylfingum eins og Mundos dreymir  á einhverjum tímapunkti um að slá draumahögg, fara jafnvel holu í höggi, eða slá lengsta dræv sem nokkur hefur séð og hljóta fyrir það ævilanga virðingu meðspilara sinna.

Geimfarinn Mikhail Tyurin fær væntanlega þá ósk uppfyllta því hann hyggst slá þeim Tiger Woods og John Daly við þegar hann sveiflar sex járni sínu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina. Sérfræðingum ber ekki sama hversu lengi kúlan muni "svífa";telja einhverjir að hún verði þrjú ár á flugi en aðrir eru nokkuð vissir um að kúlan muni brenna upp í lofthjúpi jarðar á þremur dögum.

golfclubVísindamenn frá Nasa gáfu leyfi fyrir þessu sérstæða athæfi eftir að hafa fullvissað sig um að kúlan snér ekki aftur og ylli skemmdum á geimfarinu. Mikhail Tyurin hefur aðeins tvívegis áður farið í golf en þótti ágætis íshokkýleikmaður áður en hann snéri sér að óravíddum heimsins og golfáhugamenn ættu að vita að þær hreyfingar eru nokkuð svipaðar. Nú er hins vegar bara að vona að Tuyrin "shanki" ekki boltann eða gleymi ekki að horfa á kúluna. Svo bíða golfarar bara eftir lengdarmælingu..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband