6.11.2006 | 19:50
Rasismi eða ekki?
Á það var bent á RÚV um helgina að samtök gyðinga væru farin að græða á tá og fingri vegna helfarinnar. Ágætur maður benti á að ekki væri hægt að mótmæla stefnu Ísraels án þess að vera sagður gyðingahatari sem er eitthvað versta skammaryrði sem nútímatunga býður uppá (gyðingahatari býr í raun ekki yfir neinum skilningi um hvað hefur gerst fyrir þennan þjóðflokk á undanförnum öldum og áratugum, hann er í raun ó-sympatískur).
Frjálsyndir kveiktu í ansi mikilli púðurtunnu þegar þeir hófu máls á málefnum útlendinga hér á landi. Hinir pólitískt rétthugsuðu töldu að þarna væri að sjálfsögðu um rasisma að ræða, allir sem tali illa á gagnrýnum nótum um útlendinga séu á móti þeim. Frjálslyndir benda á að útlendingar lækki hér laun hinna lægst launuðustu en þetta má ekki ræða. Þetta er jú bara helber rasismi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2006 | 19:17
Oft hittir Bubbi á naglann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2006 | 19:14
Bush í varnarstöðu en gæti samt unnið
Í þeim frábæra þætti Speglinum, sem er á dagskrá eftir fréttir Ríkisútvarpsins, var rýnt í þingkosningarnar sem fram fara í Bandaríkjunum á morgun.
Þar kom fram að er með tvíeggja sverð í höndunum. Ef að demókratar vinna þá hafa öfgasinnaðir hópar í Mið-Austurlöndum haft sigur því það þýðir að Íraksstríðið var eitt stórt flopp. Demókratar standa þá frammi fyrir tveimur jafn slæmum valkostum; draga herliðið heim og viðurkenna ósigur sem jafnframt myndi hleypa öllu í báli og brand eða lýsa því yfir að Bandaríkin myndu ekki hopa og borgarastyrjöld myndi að öllum líkindum bresta á.
Bandarískir kjósendur hljóta því að leiða hugann að því hvort þeir eigi ekki að láta W. sitja einan í súpunni og leiða þjóðina úr þeim ógöngum sem hann hefur leitt eina heimsveldi jarðarinar í. Fæstir búast hins vegar við að hin herskái forseti eigi eftir að gefa þumlung eftir og væntanlega verður skálað í kampavíni þegar Saddam Hussein verður hengdur með viðhöfn.
Eftir tvö ganga hins vegar bandarískir kjósendur að kjörborðinu og velja nýjan forseta. Heimsfriðurinn veltur þá aftur á þeirri þjóð sem hefur í raun lítin áhuga á hver stjórnar í Hvíta húsinu og hugsar meira um sitt fylki. Þegar forsetar hafa legið undir þungum sökum hneigjast þeir oftar en ekki til eldflaugatakkans og því skyldi enginn útiloka að nýtt stríð hefjist eftir tveimur árum, verður þá væntanlega horft til Norður-Kóreu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 19:39
Við lifum ekki á friðartímum
Mundos horfði nýlega á hinn frábæra fréttaþátt Sextíu mínútur. Þar ferðaðist einn blaðamaður þeirra til hins afskekkta héraðs Darfur í Súdan. Þar eru stunduð þjóðarmorð fyrir augum vestrænnar siðmenningar en samkvæmt fréttaþættinum eru þessar skelfilegu aðgerðir forsetans Omar Bashir og hinna herskáu Janjaweed þolanlegar vegna þess að stjórnin í Súdan getur veitt Bandaríkjastjórn upplýsingar um Osama bin Laden, upplýsingar sem virðast vera metnar á meira en þrjú hundruð þúsund mannslíf.
Á það hefur verið bent að viðbrögð hins vestræna heims svipar mjög til þagnarinnar sem ríkti í kringum Helförina í seinni heimstyrjöldinni og þjóðarmorðin í Rúanda. Umheimurinn þarf því að vakna af sínum kapítalíska dvala og líta sér nær ef hann vill ekki hafa milljónir lífa á samviskunni.
Hægt er að lesa margvíslegan fróðleik og upplýsingar um gang mála á heimasíðu breska ríkissjónvarpsins, BBC. Málefni Darfur-héraðsins er ekki staðbundið vandamál heldur eitthvað sem þjóðir heimsins eiga bindast tryggðarböndum um að stöðva enda er þar fólk drepið í þúsundavís fyrir það eitt að vera ekki arabar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2006 | 16:26
Mafían mætt til leiks
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2006 | 21:31
Smábarnið með myndavélina
Í kvikmyndahúsum borgarinnar er nú verið að sýna tvær glæpamyndir, önnur þeirra er byggð á einhverri vinsælustu sögu landsmanna, Mýrinni eftir Arnald Indriðason en hin, The Departed, er endurgerð Hong Kong - kvikmyndarinnar Infernal Affairs og er í leikstjórn Martin Scorsese.
Nógu miklu lofi hefur verið ausið yfir Mýrina í leikstjórn Baltasars Kormáks. Mörgum þykir hreinlega nóg um enda sé ekki um meistarastykki að ræða, nálgun leikstjórans á efninu er hálfmislukkuð en leikurinn, aldrei þessu vant, er með afbrigðum góður. Mýrin er flott tekin, vel klippt en tónlistin er yfirþyrmandi og hún verður seint sögð "spennandi" eins og maður skyldi ætla að góður krimmi ætti að vera. Börn, eftir Ragnar Bragason, ætti frekar skilið þá aðsókn sem Mýrin fær um þessar mundir enda án nokkurs vafa einhver áhrifamesta íslenska kvikmynd sem gerð hefur verið.
Þegar maður gengur síðan inní kvikmyndahús og sér meistara Scorsese að verkum er eins og Mýrin hafi verið gerð af fimm ára gömlu barni í sandkassa. Ekki er náttúrlega við Baltasar að sakast, Scorsese hefur verið að í tugi ára en Mýrin er fjórða kvikmynd íslenska leikstjórans. Menn skyldu forðast allar slíkar yfirlýsingar, Mýrin er langt frá því að vera meistarastykki, hún er ágætis krimmi en ekkert meira en það. Hún er vissulega óvenjuleg af íslenskri kvikmynd að vera, hálfgert brautryðjendaverk en sýnir jafnframt hversu langt við eigum í land með að ná bara nágrannaþjóðum okkar í Skandinavíu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2006 | 19:48
Týndu skjölin hans Guðlaugs
Ein helsta vonarstjarna Sjálfstæðisflokksins, Guðlaugur Þór Þórðarson, er í svolitlum bobba. Svo virðist sem valdamikil klíka innan flokksins hafi horn í síðu kauða og vilji af öllum mætti koma honum frá völdum, helst úr stjórnmálum. Guðlaugur Þór er nú sakaður af sínum eigin flokksmönnum um að hafa notað ólögmæta flokkskrá í framboði sínu í prófkjöri flokksins í Reykjavík.
Nú veltir maður því fyrir sér, svona upp úr þurru, hvort alvöru valdabarátta sé í uppsiglingu í einum stærsta flokk landsins. Hvers vegna er svona stórum hópi sjálfstæðismanna illa við Guðlaugg Þór og sjá menn framá að borgarfulltrúinn ungi geti leitt listann því þótt Guðlaugur hafi ef til vill ekki svindlað, verður orðsporið límt fast við hann og hans feril.
Rétt eins og það skiptir engu hvort Paul McCartney hafi lamið Heather Mills eða ekki...erfiðara er að kveða niður almannaróm en skógarelda í Kaliforníu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2006 | 01:02
Listasaga hundrað og einn
Í þessari frétt RÚV var sagt frá fjögurra manna hópi nemenda í leiklistardeild Listaháskóla Íslands sem klipptu skapahárin af ungri konu, báru hana í kjölfarið útá skólalóðina þar sem einn þeirra meig yfir hana. Þetta var síðan kallaður gjörningur og átti að vera til marks um ljótleikann í lífinu.
Listir eru ákaflega merkilegt fyrirbæri. Sér í lagi þær sem þrífast inná söfnum. Á tímum þar sem allt er leyfilegt í ástum og listum veltir Mundos því fyrir sér hvort að listamenn séu með slíkum gjörningi ekki á villigötum þegar þeir vilja ögra umhverfinu.
Hið vestræna nettengda samfélag hefur séð allt. Fólk með tölvu hefur tækifæri til að sjá bandarískan mann hálshöggvin af uppreisnarmönnum í Írak. Hægt er að sjá nauðganir, pissuklám, dýraklám, misþyrmingar, barnaklám,morð, bílslys, limlestingar, slagsmál, fótbrot með tiltölulega lítilli fyrirhöfn. Með því að míga yfir samnemenda sinn er einfaldlega verið að tala inní samtímann en ekki ögra honum. Hef hugmynd nemendanna hefur verið að sýna hversu dofnir aðrir eru, af hverju yfirvaldið greip ekki inní nú eða samborgarinn heppnaðist gjörningurinn með glæsibrag.
Maður rúnkar sér á netinu fyrir framan heiminn og það er kallað klám. Sami maður tekur upp sömu iðju á listasafni og það er kallað gjörningur. Ef enginn bendir honum á þesssa þversögn hefur gjörningurinn heppnast, ekki er lengur hægt að hneyksla fólk, fá það til að glenna upp augun heldur stara allir á listamanninn og kippa sér lítið upp við athæfið.
Hugsið ykkur hins vegar ef fólki væri boðið uppá líkamsmeiðingar, hópkynlíf á sviði og jafnvel morð í Listasafni Íslands og þegar her sófalistamannanna (þessir sem eru á öllum opnunum og svo skemmtilega vill til að þar er alltaf ljósmyndari) mætir til að athuga hvort verkið hneyksli sig, sem það myndi vafalítið ekki gera, stæði maður með pípuhatt og tilkynnti að ekkert yrði af þessu en í staðinn myndi Amina leika nokkur létt lög af nýjustu plötu, eitthvað sem myndi hneyksla listaelítuna og ögra. Eitthvað sem listamenn eiga að gera, að ögra sínu nánasta umhverfi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2006 | 13:16
Hleranirnar gerðar opinberar
Nú getur almenningur skoðað hvort að afar þeirra, ömmur, mömmur eða pabbar hafi verið hleruð. Hvort þau hafi komið til greina sem ógn við þjóðaröryggið. Já, hvort Jón sem eitt sinn var Sósíalistaflokknum hafi lagt á ráðinn um að fá hingað rauða herinn til að yfirtaka Ísland eða hvort Magnús ætlaði að koma Lyndon B. Johnson fyrir kattarnef.
Fyrir þá sem brenna í löngun til að finna þessa hluti út skal þó bent á að Skjalasafn ríkisins hefur eytt öllum hugsanlegum persónuupplýsingum með tilliti til stjórnarskráarinnar um friðhelgi einkalífsins. Skrárnar má nálgast hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2006 | 13:16
Vandamálin hrannast upp hjá Liverpool
Vandræði Benitez halda áfram að aukast því breska blaðið Mirror birti í dag fréttir af því að stjórnarmeðlimir hins fornfræga klúbbs væru uggandi yfir slöku gengi liðsins, en fréttir af málinu má lesa hér.
Mundos hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af sífelldum breytingum stjórans á liðinu en leyfir sér að efast um að svona yfirlýsingar séu til þess að bæta andann innan félagsins.
Liverpool mætir á morgun Aston Villa en lið Martiin O'Neil hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu. Rauði herinn náði að skora fjögur mörk gegn Reading en varla er mikið að marka þann leik, Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn léku saman sem miðverðir í þeim leik. Robbie Fowler, sem jafnan er kallaður Guð í The Kop, átti stórleik en slíkt virðist ekki nægja Benitez og má fastlega reikna með því að Dirk Kyut og Luis Garcia verði í byrjunarliðinu, Crouch vermi bekkinn og Fowler komist ekki einu sinni í hópinn.
Mundos mun taka kastið ef Liverpool vinnur ekki Aston Villa á heimavelli...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi