11.1.2007 | 23:18
Hluti af okkar samfélagi
Einu sinni var því fleygt fram að hluti af því að vera Íslendingur væri að hafa farið á sjó, byggt sér hús og eignast jeppa. Nú fer enginn lengur á sjó, húsin eru byggð af útlendingum en jepparnir standa eftir í þessari ágætu jöfnu um þjóðernið.
Hluti af því að vera Íslendingur í dag er hins vegar að hafa lent í kennaraverkfalli. Vorið 1999 geisaði kennaraverkfallið langa hjá framhaldsskólakennerum og ég bjóst svo sannarlega við því að þurfa ekkert að fara í Flensborg þá önnina. Sex vikur og samnemendur mínir drukku bjór í húsi Alþýðubandalagsins í Hafnafirði. Fyrstu vikurnar fór ég samviskusamlega á bókasafnið og lærði...já, einu sinni var ég nörd (og er það enn). Gafst fljótlega uppá því og fór á Súfistan til að reykja í laumi, sígarettur frá öðrum. Með stolti gat ég þó sagt að ég var Íslendingur enda hafði ég þá bókað mig í vinnu hjá Höfninni í Hafnafirði um sumarið sem er það næsta sem ég hef komist sjómennsku á mínu lífi - ef undanskildar eru sjóferðirnar með afa á Sómabátnum Snarpi í barnæsku.
Kennaraverkföll á Íslandi eru jafn stór hluti af íslensku samfélagi og mótmæli hjá Frökkum, bjórdrykkja hjá Dönum og lélegur húmor Svía eða Norðmanna. Engum þarf því að koma á óvart þó að blessaðir kennararnir fari einu sinni og einu sinni í verkfall enda hefur þetta ágæta þjóðfélag aldrei borið virðingu fyrir þessari stétt sem er þó ábyrg fyrir uppeldi barna okkar að stóru leyti.
Kennarar krefjast leiðréttingar á launum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.