Leita í fréttum mbl.is

Hluti af okkar samfélagi

Einu sinni var því fleygt fram að hluti af því að vera Íslendingur væri að hafa farið á sjó, byggt sér hús og eignast jeppa. Nú fer enginn lengur á sjó, húsin eru byggð af útlendingum en jepparnir standa eftir í þessari ágætu jöfnu um þjóðernið.
Hluti af því að vera Íslendingur í dag er hins vegar að hafa lent í kennaraverkfalli. Vorið 1999 geisaði kennaraverkfallið langa hjá framhaldsskólakennerum og ég bjóst svo sannarlega við því að þurfa ekkert að fara í Flensborg þá önnina. Sex vikur og samnemendur mínir drukku bjór í húsi Alþýðubandalagsins í Hafnafirði. Fyrstu vikurnar fór ég samviskusamlega á bókasafnið og lærði...já, einu sinni var ég nörd (og er það enn). Gafst fljótlega uppá því og fór á Súfistan til að reykja í laumi, sígarettur frá öðrum. Með stolti gat ég þó sagt að ég var Íslendingur enda hafði ég þá bókað mig í vinnu hjá Höfninni í Hafnafirði um sumarið sem er það næsta sem ég hef komist sjómennsku á mínu lífi - ef undanskildar eru sjóferðirnar með afa á Sómabátnum Snarpi í barnæsku.

Kennaraverkföll á Íslandi eru jafn stór hluti af íslensku samfélagi og mótmæli hjá Frökkum, bjórdrykkja hjá Dönum og lélegur húmor Svía eða Norðmanna. Engum þarf því að koma á óvart þó að blessaðir kennararnir fari einu sinni og einu sinni í verkfall enda hefur þetta ágæta þjóðfélag aldrei borið virðingu fyrir þessari stétt sem er þó ábyrg fyrir uppeldi barna okkar að stóru leyti.


mbl.is Kennarar krefjast leiðréttingar á launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband