21.1.2007 | 21:10
Hver fær Britney til að koma?
Ármann Þorvaldsson fékk Duran Duran til að spila fyrir sína gesti. Ólafur Ólafsson firrtist allur við og vildi vera stærri fiskur í hinni litlu tjörn. Hringdi til London og fékk sir Elton John. Sameinaði Bó og Bubba með stórsveit Reykjavíkur, sló ryki í augu allra þeirra sem höfðu horft á hann fá gefins pening frá Framsóknarmönnum og gaf milljarð til góðgerðarmála. Minnti meira á mafíuforingja sem telur sig bæta upp fyrir alla sína glæpi ef hann byggir nýja kirkju eða skóla í hverfinu sínu.
Nú hlýtur maður að vera spenntur fyrir næsta ári þegar Jón Ásgeir verður fertugur, skyldi ekki Britney loksins birtast og Simon Cowell yrði veislustjóri. Forstjórinn getur varla verið minni maður en smálaxarnir Ármann og Ólafur. Britney má muna fífil sinn fegurri en á næsta ári verður ferill hennar væntanlega kominn aftur á ról og hún mun varla hika við að syngja fyrir "frægðarfólkið" á landinu.
Hið merkilega er að einn ríkasti maður landsins lét sér "nægja" að leigja hótel undir sitt afmæli. Og það "bara" á Snæfellsnesi. Engir frægir listamenn heldur vinir, kunningjar og samstarfsmenn. Sumir þurfa hins vegar alltaf að láta alla aðra vita hversu ríkir þeir eru.
Er Britney ólétt í þriðja sinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Af mbl.is
Íþróttir
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
Athugasemdir
Hæ!
Ég er að gera litla könnun fyrir háskólann minn um blogg og ástæður þess, að fólk bloggar. Getur þú tekið smá stund í að svara eftirfarandi þremur spurningum. Skemmtileg svör eru frábær, en helst vildi ég fá alvöru svör!
1) Af hverju bloggar þú?
2) Um hvað bloggar þú?
3) Hvern ertu að reyna að ná til með blogginu þínu?
Takk fyrir hjálpina!
Kær kveðja frá Berlín, Andrea
(www.orang.blogg.is)Andrea (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.