Leita í fréttum mbl.is

Engar grýlur lengur til

Íslenskir handboltaspekúlantar þurfa að fara ansi langt aftur í sögubækurnar til að finna sigur gegn Frökkum á stórmóti. Hin magnaði sigur landsliðsins í kvöld verður lengi í minnum hafður, ekki síst vegna þess að þetta lið Alfreðs Gíslasonar hefur sýnt að engar grýlur eru lengi til.
Landsliðið hefur unnið lið Dana, Svía og nú Frakka. Engin getur lengur bókað sigur gegn þessum víðfrægu "strákunum okkar". Norðmenn urðu að sitja eftir með sárt ennið eftir gott gengi á undirbúningstímabilinu en Danir náðu naumum sigri gegn frændum sínum í síðasta leik.
Tvö stig í milliriðli er árangur sem mestu bjartsýnismenn þorðu ekki að vonast eftir, hvað þá eftir leik gærkvöldsins. Einhverjir hafa haldið því fram að Íslendingar eru bestir undir pressu en það er hreinlega ekki rétt, íslensk landslið hafa oftar en ekki farið halloka þegar spennan er sem mest og það sýndi sig kannski hvað best í leiknum gegn Úkraínu.
Liðið hefur hins vegar náð takmörkum sínum, komist áfram og getur notið dvalarinnar í Þýskalandi þar sem liðið leikur fyrir fullu húsi víðast hvar.  Hvað getur maður annað en tekið eitt whiskey-staup, reykt nokkrar sígarettur og beðið eftir endursýningunni. Geðveiki? Gef skít í slíkt.


mbl.is Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband