Leita í fréttum mbl.is

2008 gæti verið of seint

Forsetakosningar í Bandaríkjunum eru því miður ekki á næsta leyti. Þær verða ekki fyrr en á næsta ári. Og það gæti verið of seint. Ekki bara fyrir Bandaríkjamenn heldur heimsbyggðina alla.
George W. Bush hefur á kjörtímabili sínu tekist að rústa ímynd Bandaríkjamanna á alþjóðavísu. Hinum herskáu heimsvaldarseggjum er ekki lengur treyst til að vera alþjóðarlögregla. Enda hefur myndast gjá á milli Bandaríkjanna og Sameinðu þjóðann. Stofnunar sem virðist, eins og Bush, hafa glatað öllu trausti alþjóðasamfélagsins. Og það sem meira er. Bush hefur tekist að snúa þjóðinni gegn sér. Aðeins þrjátíu og átta prósent bandarísku þjóðarinnar er sátt við störf W. 
Slíkt hlýtur að heyra til undantekningar hjá forseta stórveldis í stríði. Man reyndar eftir einni góðri sögu sem ég heyrði í fréttum fyrir margt löngu. Ef sitjandi forseti væri undir í skoðanakönnunum ætti hann að gera árás eða lýsa yfir stríði. Kjósendur vilja ekki breytingar þegar hætta steðjar að. Bush og Repúblikana-flokkurinn eiga bara eftir Íran og Norður- Kóreu. 2008 gæti verið árið sem Vesturveldið lætur til skara skríða gegn öðru þeirra og tryggir sér áframhaldandi völd í Hvíta húsinu. Og þó.


mbl.is Bandarískur hermaður viðurkennir að hafa myrt íraska fanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Það eru margar hliðstæðurnar við Víetnam, reyndar. Þjóðernishroki og forsendur taugahrúgna endar alltaf í ósköpum. Gjáin milli S.Þ. er flóknara mál og á sér rætur langt fyrir tíma Bush2. Hundar og gjammarar FOX og MSNBC og skrípi á borð við Rush LImbaugh hafa verið að hamast gegn S.Þ. skv. tilskipunum að ofan. Sumpart vegna lagasetninga ýmissa ofl. Nefni bara sem dæmi stríðsdómstólinn alþjóðlega, bann við jarðsprengjum ofl.

Ólafur Þórðarson, 26.1.2007 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband