Leita í fréttum mbl.is

Meint aðför að Ingibjörgu Sólrúnu

Ingibjörg Sólrún átti að vera vonarstjarna Samfylkingar. Hún átti að hífa flokkinn uppúr þrjátíu prósentunum sem Össur Skarphéðinsson hafði verið með flokkinn í. Nú sýnir hins vegar hver skoðanakönnunin á fætur annarri að Samfylkingin er að tapa fylgi og það ekki síst meðal kvenna.
Stuðningsmenn Ingibjargar og feministar tala hins vegar um aðför að Ingibjörgu og skrifar Katrín Anna Guðmundsdóttir meðal annars um þetta mál hér. Ekki er hægt að skilja orð Önnu öðruvísi en svo að snúið sér út úr öðru hvoru orði sem formaðurinn lætur út úr sér.
Helsta vandamálið hjá Ingibjörgu Sólrúnu og hennar fólki eru einmitt svona yfirlýsingar. Að ekki megi snerta á henni, sá sem það gerir er að standa fyrir aðför að formanninum. Ingibjörg er eldri en tvævetra í stjórnmálum og veit sem er að hluti af því að vera karlinn í brúnni er að þurfa takast á við útúrsnúninga andstæðinga. Hver man ekki eftir því þegar "orð" Guðna Ágústssonar um stöðu konunnar voru sett í þvottavél eða þegar Geir H. Haarde gat ekki alltaf farið heim með sætustu stelpunni af ballinu?
Vandi Samfylkingar liggur ekki hjá andstæðingum flokksins. Hann liggur fyrst og fremst í stefnumálum fylkingarinnar sem stundum hagar seglum eftir vindum. Meginmarkmið Samfylkingarinnar hefur verið að veita Sjálfstæðisflokknum harða keppni um atkvæði og verða annað af stærrstu stjórnmálaöflum landsins. Og það hefur mistekist.

mbl.is Samfylkingin vill huga að nýsköpun og styðja sprotafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband