Leita í fréttum mbl.is

Ameríski draumurinn endar vonandi vel

Kaup bandarísku auðkýfinganna George Gillett og Tom Hicks marka tímamót í enskri knattspyrnu. Liverpool er fornfrægt stórveldi, það sigursælasta í enskri knattspyrnu en hefur á undanförnum árum ekki getað keppt við Manchester United, Arsenal og nú síðast Chelsea.
Fjármagn hefur hamlað liðinu og það þurft að treysta á snilli knattspyrnustjóranna og Akademíunnar. Rafa Benitez kvartaði nýlega undan því að geta ekki keypt þá leikmenn sem hann langaði í og taldi þar meðal annars upp samkeppnina við Arsenal um bestu bitanna. En nú geta Liverpool-áhangendur farið að hlakka til. Nú styttist í að stórstjörnur hlaupi um Anfield eða Stanfield Park.
Mestu máli skiptir að bandarísku auðkýfingarnir hafa lýst því yfir að þeir hyggist halda í heiðri þeim anda sem ríkt hefur á Anfield þar sem knattspyrnan skiptir mestu máli. Sú staðreynd að þeir skipti ekki um menn í brúnni hefur kætt áhangendur Liverpool því síst af öllu vilja þeir að liðið verði ameríkanseruð útgáfa af Ambramovich-ævintýrinu.
mbl.is Benítez og Parry áfram við stjórn hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband