Leita í fréttum mbl.is

Sáu þeir ekki myndina hans Gore?

Þvílíkt og annað eins rugl hefur ekki heyrst úr Hvíta húsinu síðan að ákveðið að var að ráðast inní Írak. Ef eitthvað er að marka þessi viðbrögð þá hafa starfsmenn Hvíta hússins hreinlega ekki séð kvikmynd Al Gore, Óþægilegur sannleikur.
mbl.is Bandarísk stjórnvöld fagna skýrslu IPCC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð að bæta við að ég skil ekki alveg í hvaða forustu BNA menn hafa verið í loftlagsmálum, þeir hafa forðast að skrifa undir alla bindandi samningu um minni losun á gróðurhúsalofttegundum.

 Það er amk. eitt sem er algjörlega ljóst. BNA menn eru 3-4% af jörðinni og menga 30-40% miðað við heildarlosun, þeir eru þá kannski að meina að þeir séu leiðandi í mengun í heiminum?

Sigþór (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 21:14

2 Smámynd: Róbert Björnsson

 

Það skilar ekki miklum árangri að benda bara á skussana þegar kemur að mengunarmálum.  Varðandi Kyoto bókunina þá er fjöldinn allur af löndum sem skrifðu undir (þar á meðal Ísland) sem hafa EKKI staðið við gefin loforð um að draga úr útblæstri.  Í Bandaríkjunum má líka fynna fylki (t.d. Kalífornía) sem hafa sett eigin lög sem samræmast (og í sumum tilfellum ganga lengra) Kyoto-bókuninni.  Svo, merkilegt nokk, eru líka til fyrirtæki og milljónir einstaklinga hér í Bandaríkjunum, sem sýna þá samfélagslegu ábyrgð að gera eitthvað í málunum, óháð því hvað fíflin í Washington D.C. skrifa undir.

Umhverfisvernd er málefni sem er ekki hægt að leysa með þýðingarlausum pappírum.  Þetta er ekki spurning um hvaða land mengar meira en annað.  Þetta liggur hjá okkur einstaklingunum...sama hvar við búum...að hvert og eitt okkar geri það sem við getum með því að vera meðvituð um neysluvenjur okkar.

Róbert Björnsson, 2.2.2007 kl. 22:01

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir hafa örugglega séð myndina, og sannleikurinn er einmitt óþægilegur í augum þessarar stjórnar eins og þeir hafa margítrekað sýnt fram á. En í þessu máli sem og ýmsum öðrum virðist þeirra leið til að fást við óþægilegar staðreyndir öðru fremur snúast um afneitun og að Setja upp falskan geislabaug.

Ekkert nýtt, bara samskonar bull og vanalega. 

Guðmundur Ásgeirsson, 3.2.2007 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband