Leita í fréttum mbl.is

Bandaríkin í nýju ljósi

Guð og aðrar "æðri" verur sem klókir menn hafa ekki getað fest hönd á hafa oft verið dregnir til saka fyrir verk mannanna. Trúarbrögð eru oftar en ekki sögð ábyrg fyrir verstu illvirkjum sögunnar og öllum stríðum. Jónas Kristjánsson bendir á að mesti fjöldamorðingi allra tíma hafi hvorki verið Ghengis Khan né Adolf Hitler heldur Benjamin Disraeli sem kallaði hungursneyð yfir Indverja á árunum 1874 til 1880 með þeim afleiðingum að 27 milljónir manna féllu. Og Jónas skrifar: "Mike Davis hefur skrifað bók um þessa hungursneyð. Lytton lávarður kom henni af stað með því að gera allt korn í Indlandi upptækt og koma því til Bretlands. Þarna voru því ekki Stalín og Hitler að verki, heldur brezkur lord."

En hvað tengist þetta Bandaríkjunum. Jú, Bandaríkin og sá sem landinu stjórnar frá hvíta tjaldinu eiga ótrúlega margt sameiginlegt með breska heimsveldinu og Disraeli annars vegar og Adolf Hitler og Þýskalandi nútímans hins vegar.

Nasistar sóttu sitt vald frá Guði þótt þeir hafi hafnað öllum trúarbrögðum. Í ræðum Goebbels má sjá tilvísanir í æðra vald sem verndaði Leiðtogann og þýsku þjóðina. Ef einhver er svo snjall að kannast við þetta þá nægir honum að skoða innsetningarræðu forseta Bandaríkjanna.
The Founding Fathers voru þeir fimmtíu og fimm sem skrifuðu undir Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Hún er í dag, af mörgum þjóðernissinnuðum, ættuð frá Guði og talin tilheyra sama stað og jafnvel boðorðin sem Móses fékk á Sinaí-fjalli. Í seinni tíð hefur verið ályktað af hægri trúarhópum að Bandaríkin væru fyrirheitna landið sem Móse var ætlað að finna. Þeir strangtrúuðustu trúa því að Ísrael verði vettvangur Armageddon og í kjölfarið muni Guð lýsa yfir blessun sinni á bandaríska jörð. Bush yngri hefur aldrei sagt þetta vera þvætting og mun að öllum líkindum ekki gera það.

Þegar þetta er skoðað í mun nákvæmara ljósi kemur margt forvitnilegt fram. George W. Bush talar til að mynda aldrei um Jesú á opinberum vettvangi heldur einungis um Guð. Þetta er einfaldlega gert til að styggja ekki þá trúarhópa sem hafna Jesú sem spámanni.  Meira að segja Kennedy, sem var yfirlýstur kaþólikki, minntist aldrei á Jesús í ræðum sínum og gerði það meðvitað. Ástæðan er einföld: Bandaríkin boða trúfrelsi,svo lengi sem þegnar landsins sverji við landið og þá "æðri" veru sem verndar það. Þetta reynist flestum mjög auðvelt þar sem flest trúarbrögð boða tilveru æðri veru. Að því gefnu hlýtur það að liggja í augum uppi að trúleysingjar eru ekkert sérstaklega vel liðnir innan bandaríska kerfisins þótt rödd þeirri fái vissulega að heyrast opinberlega. Tjáningarfrelsið er þar stærsti sökudólgurinn.

"In God We trust" er heldur engin tilviljun enda hefur Bush margoft lýst því yfir að hann treysti því að Guð mun leiða þjóðina að réttri lausn.  Til samanburðar má benda á að Nasistar beittu sama málflutningi. Þeir vildu ekki styggja þá trúuðu í landinu en stærstur hluti Þjóðverja á uppgangstímum nasista var lútherskur og átti í nokkuð góðu sambandi við bæði kirkjuna og presta. Þetta samband breyttist nokkuð eftir að Hitler náði öllum völdum og undir lokin, þegar Hitler var orðinn einráður, fordæmdi hann öll trúarbrögð. Þá trúði hann enda því sjálfur að engin þörf væri fyrir Guð fyrst þjóðin hans hefði Adolf Hitler.

Að lokum skal á það bent að bæði Nasistar og Bandaríkin tilbiðja fánann sinn. Hann á sér nánast guðlegan uppruna og textann er allur ljómaður í trúarlegri upplifun þegar hann birtist. Nánar um það síðar.


mbl.is Þjóðverjar minntust þess að 62 ár væru liðin frá árásinni á Dresden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband