30.9.2006 | 22:48
Og meira af stjörnum
Fjöldi fólks safnaðist fyrir í miðborg Reykjavíkur til að sjá borgina myrkvaða. Borgarbúar voru flestir hverjir með á nótunum og slökktu ljósin en stórfyrirtækin sáu ekki ástæðu til að taka þátt og létu neon - skiltin lýsa upp himininn...stjörnuskin er mjög veikt og áttu því ekki roð í ljósin frá kapítalismanum.
Skýjað var í borginni og því sáust engar stjörnur nema þá kannski á Hótel Borg þar sem menningarelítan safnaðist fyrir og drakk frítt... sannast þar hið fornkveðna að listamenn eru fátækir og þiggja með glöðu geði fría drykki. Þarna voru Ágúst Guðmundsson, Andri Snær og Sigurður Pálsson, áhættusamt hjá Hrönn Marínósdóttir og RIFF, hvað hefði orðið um menningu landsins ef slys hefði orðið á Hótel Borg. Þegar konungsfólkið kemur saman er oft talað um að það hringli í skartgripunum en þarna hringlaði í heilasellunum...
Fyrir þá sem hafa ekki enn séð stjörnubjartan himinn skal þeim bent á að keyra útfyrir bæinn, kannski klukkutíma eða svo, hita kaffi og bíða eftir að stjörnurnar kvikni á himinhvolfinu, mögnuð sjón sem engan svíkur.
Myrkvunin vakti mikla athygli í fjölmiðlum um allan heim og fjölluðu fréttavefir á borð við BBC, Washington Post og Aftonposten um þennan merkilega viðburð sem verður vonandi endurtekin að ári...
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.