1.10.2006 | 00:01
Börnin vinna ekki
Kvikmyndin Börn var ekki meðal verðlaunahafa á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian http://news.bbc.co.uk/2/hi/entertainment/5395462.stm. Kvikmyndin er einhver best leikna íslenska myndin í háa herrans tíða og augljóst að Ragnar Bragason og Vesturport vita nákvæmlega hvað þau eru að gera. Ef marka má frétt BBC þá voru gagnrýnendur ekki sáttir við niðurstöðu dómnefndar og bauluðu á sigurvegarann Mon Fils a Moi eða Sonur minn og því hefði kannski bara verið sniðugra að velja hina hógværu íslensku kvikmynd og koma okkur á kortið á einhverri almennilegri kvikmyndahátíð í stað þess að vera alltaf að rúlla yfir Karlov Vary - hátíðina í Tékklandi sem minnir meira á Smáþjóðaleikana þar sem Íslendingar eru alltaf sigursælir
Reyndar er það hefð á kvikmyndahátíðum að gagnrýnendur og hátíðargestir láti skoðun sína í ljós þegar tilkynnt er um hverjir fara heim sem sigurvegarar. Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandinn góðkunni, varð meðal annars fyrir barðinu á hinum eitilhörðu gestum kvikmyndahátíðarinnar í Cannes þegar Wild at Heart fékk gullpálmann. Mér þykja þau viðbrögð reyndar mjög skrýtin þar sem Wild at Heart er tvímælalaust ein af betri kvikmyndum furðufuglsins David Lynch.
Sigurjón kemur reyndar við sögu á kvikmyndahátíðinni í Reykjavík sem nú stendur yfir en hin æði sérstaka heimildarmynd um Zidane verður frumsýnd í Háskólabíói á sunnudagskvöldinu. Myndin hefur fengið mjög góða dóma hjá kvikmyndagagnrýndendum. Sigurjón veðjaði heldur betur á réttan hest þarna því Zidane leiddi lið Frakka í úrslitaleik HM nú í sumar en skallaði ítalska varnarjaxlinn Materazzi í framlengingu og var vísað af velli. Zidane ætlaði upphaflega að kynna myndina í september með Sigurjóni en hefur lítið viljað láta ná í sig, er víst með HM - timburmenn.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.