Leita í fréttum mbl.is

Börnin seld fyrir atkvæði

Prófkjör eru á næsta leyti hjá flestum stjórnmálaflokkum og í dagblöðum landsmanna má víðast sjá merki þess. Greinar um áherslumálin hjá frambjóðendum og stuðningi lýst yfir af vinum þeirra og vandamönumm. Þessi og hinn er sagður heiðarlegur, fylginn sér og þar fram eftir götunum.

Frambjóðendur, þá sér í lagi þeir yngstu, hafa hins vegar uppgötvað nýjan miðil og það eru slúðurblöð landsmanna. Séð & Heyrt hefur reyndar ekki tekið virkan þátt í þessu en Hér & Nú hefur hellt sér útí baráttuna af fullum krafti.

Í síðustu viku var til að mynda forsíðuviðtal við Guðlaug Þór Þórðarson og Ágústu Johnsen þar sem stjórnarformaður Landsvirkjunar lýsti því yfir að hann hefði farið á hnén í snjónum og beðið sinnar heitelskuðu. Væntanlega hefðu nú margir rekið upp stór augu ef Alfreð Þorsteinsson hefði gert slíkt hið sama á sínum tíma.

Ögn neðar á sömu forsíðu var viðtal við Ágúst Ólaf Ágústsson þar sem hann sagði börnin vera sér allt og inní blaðinu var að finna myndir af þingmanninum unga með krakkaskarann og kisu.

Á forsíðu Hér & Nú í þessari viku er hvergi slegið af en þar er að finna einlægt viðtal við Guðmund Steingrímsson, sem nú loksins ætlar að bregðast við öllum þeim fjölmörgu kjaftasögum um framboð hans og bjóða sig fram, og unnustu hans Alexíu Björg Jóhannesdóttur, leikkonu og casting director. Jú, viti menn, haldið að þau skötuhjú lýsi því ekki yfir þau hafi orðið skotinn áður en þau kynntust. Hver er með þeim á myndinni? Jú, krakki Guðmundar.

Mundos brá þó hvað mest þegar hann sá mynd af hinum ellilega Birgi Ármanssyni á forsíðu Blaðsins en þingmaðurinn hafði keypt "kápu" utan um blaðið. Á burðarmyndinni mátti sjá þennan viðkunnalega mann mata litla krakkann sinn.

Mundos veit ekki hvort þessir menn hafi kynnt sér goðsögnina á bak við þingmanninn með börninn og þeir hafa augljóslega ekki séð nægjanlega mikið af kvikmyndum til að sjá hvert álit almennings er. Þingmennirnir með börnin hafa allaf eitthvað að fela og yfirleitt er komið upp um þá af rannsóknarlögreglu eða blaðamönnum. Mundos vonar þó að þessir menn séu einfaldlega svona hjartgóðir, rómantískir og barngóðir að þetta tengist ekkert þessari gömlu mýtu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband