Leita í fréttum mbl.is

Benitez í bobba

Stórleikjahelginni lýkur með leik Real Madrid og Barcelona í kvöld, sunnudag. Fyrr í dag tapaði Liverpool fyrir Manchester United með tveimur mörkum gegn engu í leikhúsi draumanna og voru það þeir Paul Scholes og Rio Ferdinand sem skoruðu fyrir rauðu djöflanna.

Rafael Benitez stendur frammi fyrir erfiðu verkefni. Liverpool virðist hafa misst trúna á að þeir geti veitt United, Arsenal og Chelsea verðuga keppni í kapphlaupinu um enska meistaratignina. Benitez er með stjörnum prýtt lið, valinn maður í hverju rúmi en hvorki gengur né rekur.

Mundos er mikill aðdáandi Liverpool, finnst þetta vera stórkostlegur klúbbur og gleymir seint þeirri kvöldstund í Istanbul þegar liðið snéri töpuðum leik í einhverri mögnuðustu endurkomu allra tíma. Ekki var það síðra sunnudagseftirmiðdagurinn þegar Steven Gerrard skoraði ótrúlegt mark á síðustu mínútu bikarúrslitaleiksins.

En eins og allir sannir knattspyrnuáhangendur vill Mundos fara að sjá enska meistaratitilinn í Bítlaborginni og ekki til Everton sem virðist ganga allt í haginn.

Benitez þarf að hætta þessu skiptikerfi sínu og treysta því ellefu manna liði sem er best. Liverpool virðist ekki finna taktinn og þegar það vinnur sína leiki þá er það oftast með einu marki. Síðan er lagst í vörn og þetta gleður ekki augað þótt stigin séu alltaf vel þeginn. Ásgeir Elíasson var hins vegar rekinn frá Fram þrátt fyrir að hafa unnið fyrstu deildina með yfirburðum. Forráðarmönnum liðsins þótti það leika leiðinlegan bolta.

Rafa er ekki á förum. Hann má ekki fara. Benitez stjórnaði Valencia þegar Barca og Real Madrid fengu hvern heimsklassaleikmanninn af fætur öðrum en tókst að skáka spænsku stórveldunum og varð meistari tvö ár í röð. Benitez þarf hins vegar að fara að aðlagast ensku deildinni betur, Luis Garcia þarf að fara hugsa sinn gang og Steven Gerrard var ekki nema skugginn af sjálfum sér í leiknum í dag. Reyndar hefur fyrirliðinn átt við meiðsli að stríða en þá verða hinir leikmennirnir að stíga upp. Þeir gerðu það einfaldlega ekki í dag.

Peter Crouch á að vera í byrjunarliðinu í hverjum leik og Pennant út á kanti til að skjóta á haus risans. Gerard á að vera fyrir framan með þá Sissoko og Alonso fyrir aftan sig. Steve Finnan og Riise eiga sitthvora bakvarðarstöðuna og Jamie Carragher og Daniel Agger geta orðið besta miðvarðarpar ensku úrvalsdeildarinnar. Peipa Reina hefur ekkert getað í vetur og það er kominn tími fyrir Dudek að fá að reyna sig. Með Crouch frammi gæti síðan verið Kyut eða Bellamy, jafnvel Fowler á góðum degi. Mark Gonzales ætti vel að geta valdið því að vera í byrjunarliðinu eða þá jafnvel Aurelio.

Þetta er sá pakki sem Benitez á að byggja í kringum. Engar ónauðsynlegar hræringar. Nú þarf Rauði herinn að spýta í lófana og fara að klifra upp töfluna. Ekkert annað í stöðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband