Leita í fréttum mbl.is

Ívar Örn og mamma hans

Einhver þekktasta fyllibytta landsins, Ívar Örn söngvari Dr. Mister & Mr. Handsome á góða mömmu.  Hún fór meira að segja í viðtal við Kastljós og sagði fjölmiðla vera að blása upp dópímynd sonar síns. Auðvelt er að skella skuldinni á dagblöð, sjónvarp og útvarp.

Fjölmiðlar eiga allt undir fréttum af fólki. Dr. Mister & Mr. Handsome eiga allt sitt undir fjölmiðlum, ef þeir fjalla ekki um hljómsveitina þá seljast engir diskar og ef engar plötur seljast þá er hljómsveitin sjálfdauð.

Fjölmiðlar geta ekki sýknt og heilagt ritskoðað þá aðila sem mæta í viðtöl til að kynna sjálfan sig og verk sín. "Ekki segja þetta og vertu ekkert að segjast vera í dópi," hefur engin blaðamaður sagt. Þar að auki hefur hjómsveitin gengist uppí því að kynna sig sem dópista, rokkhunda, kynlífsfíkla. Þeim finnst töff að vera svona, sama hvað mamma segir.

Ef einhver rokkari ákveður að birta ímynd sína svona, vill komast í viðtöl, er með athyglissýki, getur ekki sagt nei við myndatöku og þráir að sjá mynd af sér í blöðum, geta fjölmiðlar lítið við því gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Það gefur auga leið. Enginn fjölmiðlamaður bara ákveður hvernig viðmælandinn er. Sama hvað hver segir, það kemur alltaf fyrst frá þeim sem fjallað er um.

Birna M, 23.10.2006 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband