Leita í fréttum mbl.is

Hvað með hina kennarana?

Stöð 2 sagði frá því að kennari hefði verið handtekinn með mikið magn af barnaklámi í tölvu sinni. Sagt er frá að maðurinn hafi verið kennari við grunnskólann í Brekkubæ og starfað þar í aldafjórðung. Ekki er sagt hvað þessi umræddi kennari heitir og því veltir Mundos því fyrir sér hvort ekki hefði verið betra að greina frá nafni mannsins í ljósi þess að fjöldi annarra kennara kynni að liggja nú undir grun. Frétt mbl.is á lesa hér og Stöðvar 2 fréttina hérna.

Sennilega hafa ritstjórar Stöðvar 2 ekki getað gert þetta því forveri (reyndar arftaki fyrst) hennar, NFS, barðist harkalega gegn framsetningu DV í máli sem upp kom á Ísafirði fyrir nokkru.

Allir geta verið sammála um að framsetning DV á þeirri frétt var til skammar fyrir ritstjórnina. Maðurinn hafði legið undir grun, hann var sagður gera hitt og þetta  auk þess sem fötlun hans var dreginn fram. Stöð 2 gerir hins vegar illt verra með frétt sinni vegna þess að umræddur maður hefur verið handtekinn, barnaklámið fundið og honum verið vikið úr starfi. Ljóst að maðurinn er sekur, dómurinn á einungis eftir að falla nema þessi kennari ætli að bera það fyrir sig að hann sé að vinna ævisögu sína en slíkt er víst algengt hjá þeim sem finnast með barnaklám. Hins vegar eru nokkrir kennarar í Brekkubæ vafalítið búnir að fá símhringingar í kvöld frá skyldmennum sem vilja fá að vita....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband