Leita í fréttum mbl.is

Hver er næstur í dauðaspilum Pútín?

gaidar16920031Fyrrum forsætisráðherra Rússa, Jegor Gaidar, liggur nú á sjúkrahúsi í Dyflinni eftir að hafa fallið í yfirlið þegar hann var að kynna nýútkomna bók sína. Samkvæmt fréttavef Vísir.is var Gaidar einn af þeim sem kom efnahagslegum umbótum af stað eftir fall Sovétríkjanna. Hið merkilega er að læknar hafa ekki fundið hvað amar að Gaidar og leikur grunur á að fyrir honum hafi verið eitrað, líkt og hinum sáluga Alexander Litvinenko.

Hringurinn í kringum Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er farin að þrengjast ef marka má orð náins vinar Gaidar, Anatolí Tsjúbaís, sem telur að stjórnvöld í Kreml hafi látið myrða Litvinenko, Gaidar og blaðakonuna Önnu Politkovskaju. Kremlverjar telja jafnframt að hin öflugi hryðjuverkahópur Al-Kaída starfi nú Téteníu en um málefni stríðsdeilna þeirra má lesa um í skemmtilegum trylli Tom Egland, Nótt Úlfanna, sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu hjá JPV.

Þau eru því orðin ansi mörg líkin í ferðatösku Vladimir Pútin og á vafalítið eftir að fjölga enn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband