11.12.2006 | 20:18
Fátækt er staðreynd en ekki deiluefni
Merkilegt hversu vandræðalegir stjórnmálamenn í ríkisstjórn Íslands verða þegar rætt er um fátækt á Íslandi. Alltaf eins og þetta komi þeim í opna skjöldu: "Hva?Fátækt á Íslandi? Nei, nei," er oft viðkvæðið.
Fátækt á Íslandi er staðreynd en ekki deiluefni. Fjöldi þeirra sem lifa undir fátæktramörkum er ekki eitthvað sem ráðamenn þjóðarinnar eiga að vera rífast um. Fjölmiðlar geta að hluta til tekið einhverja sneið til sín, þeir hafa verið hugfangnir af mönnum á borð við Björgólf Thor og Jón Ásgeir sem berast á, lifa glæsilegu lífi og kaupa fyrirtæki og eignir um allan heim. Þeir hafa sýnt fólkinu sem þiggur ölmusu hjá Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun Ríkisins lítin áhuga. DV mátti eiga það, blaðið beindi ótt og títt sjónum að fólki sem hafði orðið undir þjóðfélaginu, opnaði augu fólks fyrir heimi sem að öðrum kosti var lokaður.
Íslendingum hlýtur að þykja vandræðalegt að hér skuli þrífast fátækt miðað við það lífsgæðarkapphlaup sem hefur verið í gangi á landinu bláa. Samkvæmt félagslegum Darwinismi yrði þetta hins vegar kallaður "nauðsynlegur fórnarkostnaður." Einhverjum þarf að fórna til að aðrir njóti lífsgæðanna til fullnustu.
Þetta sést kannski best á því hvernig íþróttavörur er markaðsettar með stærstu stjörnum heimsins, vörurnar eru framleiddar í fátækum heimshlutum þar sem vinnuafl er ódýrt og jafnvel er stunduð barnaþrælkun. Með því sparast umtalsverðar fjárhæðir sem hægt er að nýta til rándýrra auglýsingagerðar og útborgunar á gróða til hluthafa.
Í kapítalísku þjóðfélagi er fátækt hluti af breytunni. Þetta er kerfi sem forfeður okkar og við sjálf kusum yfir samfélagið með þá von í hjarta að við sjálf myndum aldrei tilheyra þessum hópi. Til að útrýma fátækt þarf að umbylta kapítalismanum í hugarheimi þjóðfélagsþegnanna og réttið upp hönd sem viljið láta af lífsgæðum ykkar? Engin? Hélt ekki...
Þótt fátækt sé óásættanleg þá er fátækt hluti af því kerfi sem þeir sem njóta lífsgæðanna hafa kosið yfir okkur, skipulag þeirra sem seldu Mammón sálu sína og voru reiðubúnir til að fórna náunganum fyrir auðævi sín.
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.