Leita í fréttum mbl.is

Merkikerti bloggheimsins

ReynirTvær vefsíður eru komnar í hár saman; blad.is og bloggsíða Steingríms Sævarrs Ólafssonar. Deilurnar má rekja til þess að Steingrímur birti færslu á síðu sinni um "lélegar" úttektir Ísafoldar á hinum og þessum fjölmiðlafyrirtækjum sem lagt hafa upp lauparnar. Reynir Traustason, ritstjóri Ísafoldar, svaraði að bragði og útskýrði fyrir lesendum sinnar síðu að aðstoðarmaðurinn fyrrverandi hefði verið einn þeirra sem hefði nánast sett tímaritaútgáfuna Fróða á hausinn.

Nú eru þessar síður farnar að rífast eins og litli krakkar í sandkassa um hver þeirra sé fyrst með fréttina. Eitt átta þessir aðilar sig ekki á að þær eru netsíður og því er trúverðugleiki þeirra ekki mjög mikill enda hefur það sýnt sig að þeir sem skrifa á netið gera sig oft seka um rangfærslur og tómt bull. Er undirritaður engin undantekning á því.

Höfðingjarnir tveir deila um hver giski "réttast" á örlög Sigurjóns M. Egilssonar, fyrrum ritstjóra Blaðsins. Steingrímur segir Sigurjón vera á leiðinni aftur uppí Skaftahlíð til að taka við DV en Reynir Traustason heldur því fram að ritstjórinn sé að fara ritstýra nýju blaði, byggt á gömlum grunni. Þótt óneitanlega sé spennandi að fylgjast með þessari reyfarakenndu framvindu verður að hafa í huga að mjög líklegt sé að hlutirnir breytist hratt þar sem 365 eru annars vegar enda skemmst að minnast skyndilegrar lokunar NFS, lokunar DV og þannig mætti lengi telja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Sævarr Ólafsson

Sælir.

Ekki veit ég hvernig þú færð út að síðurnar séu komnar í hár saman. Ég gagnrýndi lélega úttekt Páls Ásgeirssonar á endalokum NFS í tímaritinu Ísafold og um það eru allir sem til þekkja sammála. Hvort Ísafold sé að skjóta tilbaka kemur mér ekkert við en varla er ein gagnrýni merki um rifrildi? Annars hef ég aldrei verið aðstoðarmaður eins né neins, ég var fréttamaður og svo aðstoðaði ég við kynningarmál hjá Fróða um ársskeið áður en ég sagði þar upp og fór til annarra starfa. Þessi færsla þín er því ekki alveg að ganga upp.

kv

Steingrímur Sævarr 

Steingrímur Sævarr Ólafsson, 10.12.2006 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband