Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
23.11.2006 | 02:23
Gorgy Park: Sönn eða login?
Mál rússneska leyniþjónustumannsins Alexanders Litvinenko hefur vakið mikla athygli en frá því var greint í breskum fjölmiðlum að á enskum spítala lægi einn fremsti njósnari gamla stórveldisins milli heims og helju eftir að reynt hafði verið að eitra fyrir honum. Litvinenko hefur verið duglegur við að reyna koma sök á rússneska ríkisstjórnina og reynt að sanna á hana margvísleg illvirki. Rússneska leyniþjónustan SVR neitar öllu og segist ekki hafa reynt að koma Litvinenko fyrir kattarnef. Hlutverk Litvinenko innan rússnesku leyniþjónustunnar var að komast inní hryðjuverkahópa og uppræta þá að innan, ekki ósvipað og Jack Bauer gerir með góðum árangri í sjónvarpsþáttunum 24.
Málið á eftir að beina kastljósinu enn og aftur að Vladimir Pútin, forseta rússneska lýðveldisins. Litla sem engar fréttir berast frá þessu stærsta landi Evrópu annað en í gegnum vafasamar handtökur þekktra viðskiptajöfra og ótrúlegan uppgang annara sem eiga augljóslega hönk uppí bakið á forsetanum. Nægir þar að nefna Roman Abramotvitjs sem nú á Chelsea og olíulindir í gömlum sóvétlýðveldum(forvitnilegt að Björgólfur skuli hafa keypt West Ham í ljósi umræðunnar í Ekstrablaðinu um meint tengsl íslenskra fjárfesta við rússnesku mafíuna og þá ekk síður vegna þess að Roman á stóran hlut í því fyrirtæki sem á Argentínumennina tvo).
Sjálfur er Pútín fyrrum yfirmaður KGB og þykir hafa sýnt sífellt meiri einræðistilburði eftir því sem hefur liðið á valdatíma hans. Erfitt er að sjá hver gæti tekið við af Pútín en ekki verður horft framhjá því að stórveldið í vestri er hrætt við þennan lágvaxna, hálfsköllótta Rússa og því eru Rússar ágætis mótvægi við heimsvaldastefnu Bandaríkjanna.
Pútín hefur hins vegar margoft gerst sekur um að fórna meiru fyrir minna og nægir þar að nefna stríðið í Tjsetníu og gerir rithöfundurinn Tom Egland því hugarástandi sem þar ríkir ágætis skil í hinum prýðilega reyfara "Nótt Úlfanna". Pútín studdi innrás Bandaríkjahers í Afganistan en þegar því stríði lauk hefur lítið heyrst af stuðningi risans í austri. Pútin hefur líka í nógu að snúast heimafyrir. Spillingin eykst nánast með degi hverjum, fátæktin er mikil og glæpamenn ráða því sem þeir vilja ráða. Pútín virðist heldur ekki eiga auðvelt með að losa sig við fortíð sína sem yfirmaður KGB og einn maður orðaði það svo að Pútín drægi á eftir sér ansi þunga ferðatösku af líkum.
Hvort Pútín hafi eitthvað með eitrun leyniþjónustumannsins að gera verður vafalítið aldrei hægt að sanna. Árásin á Litvenenko er hins vegar ágætis sönnun á að eitthvað er rotið í Rússaveldi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2006 | 23:04
Heather Mills 1 Paul McCartney 10
Loksins, loksins náði fyrirsætan Heather Mills að snúa við blaðinu í ímyndarstríði sínu við fyrrum eiginmann sinn Paul McCartney en Mills birtist í sjónvarpsviðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Extra þar sem hún tjáði sig í fyrsta skipti um skilnaðinn. Mills vildi hins vegar ekki tjá sig um einstök atriði og sagði það vera sitt mál ef hún hefði sofið hjá moldríkum vopnasala fyrir pening.
Mills sagði að skilnaðurinn hefði verið sársaukafyllri en að missa fótinn en hún varð fyrir slíkri lífsreynslu þegar mótórhjól skall á hana. "Ég myndi frekar láta höggva af mér alla útlimi en að ganga í gegnum þessa lífsreynslu aftur" sagði Mills í mjög tilfinningaþrungnu viðtali.
Fyrirsætan gagnrýndi umfjöllun fjölmiðla harðlega og sagðist bara hafa gert sig seka um einn hlut. "Ég varð ástfangin af átrúnaðargoði bresku þjóðarinnar," útskýrði Mills. "Ég elskaði Paul af öllu hjarta og ég er góð manneskja en engin gold digger," sagði Mills sem hefur verið sökuð um að hafa það eitt að markmiði að rýja bítilinn goðsagnakennda inn að skinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2006 | 22:56
Kvikmyndir eru ekki svo fjarri sannleikanum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2006 | 22:49
Vonandi man hann að horfa á kúluna
Áhugamannakylfingum eins og Mundos dreymir á einhverjum tímapunkti um að slá draumahögg, fara jafnvel holu í höggi, eða slá lengsta dræv sem nokkur hefur séð og hljóta fyrir það ævilanga virðingu meðspilara sinna.
Geimfarinn Mikhail Tyurin fær væntanlega þá ósk uppfyllta því hann hyggst slá þeim Tiger Woods og John Daly við þegar hann sveiflar sex járni sínu fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina. Sérfræðingum ber ekki sama hversu lengi kúlan muni "svífa";telja einhverjir að hún verði þrjú ár á flugi en aðrir eru nokkuð vissir um að kúlan muni brenna upp í lofthjúpi jarðar á þremur dögum.
Vísindamenn frá Nasa gáfu leyfi fyrir þessu sérstæða athæfi eftir að hafa fullvissað sig um að kúlan snér ekki aftur og ylli skemmdum á geimfarinu. Mikhail Tyurin hefur aðeins tvívegis áður farið í golf en þótti ágætis íshokkýleikmaður áður en hann snéri sér að óravíddum heimsins og golfáhugamenn ættu að vita að þær hreyfingar eru nokkuð svipaðar. Nú er hins vegar bara að vona að Tuyrin "shanki" ekki boltann eða gleymi ekki að horfa á kúluna. Svo bíða golfarar bara eftir lengdarmælingu..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2006 | 22:46
Tæknileg mistök
Mál Árna Johnsen hefur vakið hörð og sterk viðbrögð. Sumir vilja ganga svo langt að sunnlendinga hafi skort siðferðisstyrk til að skilja að "vini" og hæfa stjórnmálamenn. Árni sýndi síðan af sér fáranlegan dómgreindarskort og sagði afbrot sín vera "tæknileg mistök". Þingmaðurinn fyrrverandi var reyndar ekki sá eini í síðustu viku sem talaði um tæknileg mistök; Ísrael-stjórn lýsti því yfir að árásir þeirra á íbúðarþorp hefðu verið tæknileg mistök.
Árni hefur einhver tromp á hendi sem gerir það að verkum að flokksmenn hans hafa ekki töggur í sér að skamma hann á opinberum vettvangi heldur láta ungliðahreyfinguna gera það.
Spekingarnir í heitu pottunum telja þjóðina vera á góðri leið með að fara til fjandans. Uppselt varð á örskotsstundu á tónleika Magna og Rock Star-vina hans. Eitthvað erfiðlega gekk hins vegar að selja á Björk Guðmundsdóttur og félaga hennar í Sykurmolunum. Við veiðum hvali eins og ekkert sé eðlilegra, Danir gruna okkur um skítuga viðskiptahætti og svona mætti lengi telja. Loksins, loksins, segir einhver þegar stjórnmálaflokkarnir opna bókhaldið sitt en svo lengi sem það sé með ákveðnum skilyrðum. Verðandi pólitíkusar eyða milljónum til að komast á þing og engin spyr hvaðan þær séu komnar. Ungu mennirnir segja allt á yfirdráttarheimild og hverjir eru það sem liggja undir grun hjá baunverjanum; gott ef það eru ekki bara KB Banki og Landsbankinn?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2006 | 22:26
Eddan: Af hverju Mýrin?
Stóra kvöldið hjá íslensku sjónvarps-og kvikmyndahátíðinni var á sunnudaginn þegar sjálf Eddan var afhent. Kvöldið sjálft telst umdeilt og enn umdeildara að herlegheitin skuli vera sýnd í beinni útsendingu hjá RÚV. Annars er þó varla hægt að kvarta, á Nordica Hotel voru þeir staddir sem sjá alþýðunni fyrir vinsælli afþreyingu. Og sérhvert mannsbarn hefur skoðanir á því sem er framleitt og sýnt í íslenskum kvikmyndahúsum og sjónvarpi.
Þau Ragnhildur Steinunn og Pétur Jóhann fengu það erfiða hlutskipti að vera kynnar og komust ágætlega frá sínu hlutskipti. Varla var hægt að ætlast til þess að þau færu í spor David Letterman, Stephen Fry eða Billy Crystal. Klúðrið var hins vegar að fá Bubba Morthens og unnustu hans til að segja ómerkilegan og lélegan brandara sem fékk ófáa samlanda þeirra til að svitna undir höndum og á efri vörinni.
Baltasars-klíkan fór heim með öll mikilvægustu verðlaunin. Besta myndin, besti leikur í aðal-og aukahlutverki, leikstjóri ársins og verðlaun fyrir bestu tónlistina fékk Mugison fyrir bæði Mýrina og A little Trip to Heaven. Mundos hefur sterkar skoðanir á þessu og ef Ísland væri alvöru kvikmyndaþjóð hefði Börn hlotið öll verðlaun. Margir eru hins vegar sammála þessu vali, Mýrin er ein vinsælasta mynd sem gerð hefur verið en á henni eru allt of margar brotalamir. Hún er gerð eftir besta krimma Arnaldar Indriðasonar en fátt er reyfarakennt við kvikmyndina. Tónlistin er í engu samræmi við atburðarrásina og handritið er skelþunnt. Myndarinnar verður fyrst og fremst minnst fyrir stórleik Theódórs Júlíussonar í hlutverki Elliða, þrjóts sem þegar hefur verið valinn sá besti í íslenskri kvikmyndasögu.
Í Hollywood og reyndar Bretlandi þar sem Óskarinn og Bafta eru afhent hefði varla komið til greina að kvikmynd sem ekki væri tilnefnd fyrir handrit hefði haft sigur. Mótrökin eru þau að Mýrin er vinsælust. Til gamans má geta að þær kvikmyndir sem voru tilnefndar í fyrra til Óskarsverðlauna fengu allar til samans minni aðsókn heldur en vinsælasta kvikmyndin það árið.
Án vafa er Baltasar hæfileikaríkur leikstjóri og samkvæmt Fréttablaði mánudagsins er hann að skoða bandarísk handrit þannig að útrásin er á næsta leyti hjá leikstjóranum. Honum hefur hins vegar ekki tekist að sannfæra Mundos um ágæti sitt sem "stórkostlegur" leikstjóri. Handritin að bæði A little trip og Mýrinni voru bæði meingölluð og kannski væri best fyrir Baltasar að einbeita sér að leikstjórninni en láta skrif algjörlega í friði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2006 | 19:24
Íslenska komin í bíó
Samtök kvikmyndahúsaeiganda ætla að heiðra Dag íslenskra tungu með því að þýða alla kvikmyndatitla yfir á hið ylhýra. Þetta er náttúrlega löngu orðið tímabært og þá sérstaklega þegar kemur að evrópskum kvikmyndum sem oftar en ekki fá ensk nöfn í stað íslenskra. Nægir þar að nefna Der Untergang en hún var kölluð Downfall og Mótorhjóladagbækurnar hans Walter Salles sem þýdd var frá spænsku yfir á ensku. Um allt þetta má lesa hér en menntamálaráðherrann, tískudrottning Íslands, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, skrifaði bréf til kvikmyndahúsaeiganda og beindi því til þeirra að þeir þýddu alla titla...sem er sjálfsögð þjónusta við Íslendinga því fátt er jafn gaman og velta fyrir sér hvort hin eða þessi útfærsla sé betri en einhver önnur.
Mundos er mikill íslenskumaður og skilur ekki hvers vegna titlarnir eru ekki þýddir yfir á móðurmálið eins og tíðkaðist hér áður fyrr og í öðrum nágrannalöndum. Þá var hægt að sjá myndir á borð við Á tæpasta vaði(Die Hard),Beint á Ská(Naked Gun) eða Tveir á Toppnum (Leathal Weapon).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2006 | 19:04
Danir liggja í því...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2006 | 23:56
Nú er þetta loksins viðurkenndur sjúkdómur
Mike Newell þarf að mæta fyrir nefnd hjá liði sínu Luton Town. Svo virðist sem þessi góðlátlegi þjálfari fyrstu deildar liðsins þjáist af sífellt sjaldgæfari sjúkdómi, svokallaðri "karlrembu" eins og lesa má um í þessari frétt.
Mundos hefur megnustu óbeit á karlrembum og mönnum sem halda að konur séu eitthvað verri verur en þeir sjálfir. Nokkur merki er þó að finna um karlrembu í kristinni trú en merkilegt nokk, þá eru múslimar hliðhollir kvenréttindum samkvæmt Kóraninum þótt einhver ákvæði hafi verið mistúlkuð af harðlínumönnum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2006 | 23:48
Og nú eru Íranir orðnir vinaþjóð
Óhætt er hægt að segja að Tony Blair og George W. Bush séu með allt niður um sig hvað Íraks-stríðið varðar. Bush og Repúblikanar töpuðu bæði fulltrúardeildinni og Öldungardeildinni til Demókrata sem strax eru farnir að láta til skara skríða ef marka má fréttir frá Washington. Ætla að draga herliðið til baka á næstu fjórum til sex mánuðum.
Blair lýsti því síðan yfir í stefnuræðu sinni um utanríkismál að Bretar myndu haga seglum eftir vindi(kemur á óvart) í málefnum Íraks og hvatti lönd á borð við Sýrland og Íran að láta sér málefni Íraks varða. Menn skulu ekki gleyma því að Íranir eru hluti af öxulveldi hins illa og ekki er langt síðan að Bandamenn mótmæltu harðlega kjarnorkutilraunum landsins. Bush hefur ósjaldan lýst því yfir að Íran skjóti skjólhúsi yfir hryðjuverkamenn en nú þarf að fá þessa klerkastjórn til að miðla málum fyrir botni Mið-Austurlanda. Skjótt skipast veður í lofti í alþjóðamálum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi