Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
13.11.2006 | 23:38
Ekki heiglum hent að vera þjófur
Tveir menn hefðu vafalítið ratað í dagskrárliðinn Headlines hjá spjallþáttakónginum Jay Leno en vinnubrögð þeirra voru með eindæmum "heimskuleg" eins og lesa má um í þessari frétt. Sem betur fer fyrir Árna Johnsen þá sofnaði hann ekki á verðinum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og hafði annað sætið. Hins vegar var forvitnilegt að heyra í Geir H. Haarde þegar hann var inntur eftir því hvort Árni nyti stuðnings hjá flokksforystunni. Forsætisráðherrann var heldur stuttur í spunann, vissi ekki hvernig hann ætti að svara spurningum fréttakonunnar en bjargaði sér með stuðningsyfirlýsingu. Eflaust skemmir það ekki fyrir, eins og mörgum rekur eflaust í minni, að Árni sagðist langt frá því að vera eini þingmaðurinn sem beitti svona brögðum þegar mál hans komst í hámæli. Fleiri furðuðu sig á því þegar Árni fékk óvenju fljóta sakaruppgjöf, forsetinn var meira að segja ekki á landinu heldur skrifuðu gamlir flokksbræður undir skjalið. Þarf að segja meira?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2006 | 00:33
Þjófur á þing: Virkaði Russel Crowe-herbragðið?
Árni Johnsen er ókrýndur konungur helgarinnar. Á föstudeginum keypti hann heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu með stórri mynd af sjálfum sér og litlum myndum af stuðningsmönnum sínum. Viti menn; Russell Crowe studdi þingmanninn.
Vafalítið hefði Crowe stutt Árna til þings því þeir félagar eiga sitthvað sameiginlegt, hafa til dæmis báðir látið hnefana tala, leikarinn lét meðal annars síma fjúka í andlitið á hótelstarfsmann í New York en Árni lamdi söngvara á þjóðhátíð...eða svo segir Bubbi. Eftir úrslit helgarinnar mætti vænta að fleiri frambjóðendur og þingflokkar settu þekktar Hollywood-stjörnur á auglýsingar hjá sér því herbragðiði virðist hafa gengið upp hjá Árna og félögum.
Árni náði sem sagt öruggu sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæminu. Var meir að segja á góðri leið með að skáka nafna sínum og fjármálaráðherranum Matthiesen sem sveik lit og skipti yfir í Suðurlandið þótt allir viti að rætur hans mun og hafa alltaf legið í Firðinum.
Þjóðleikhúsþjófurinn hefur á örfáum árum náð að sannfæra sveitunga sína um að hann sé betri maður eftir að hafa dvalist nokkra mánuði á Kvíabryggju. Vestmanneyingar er ekki lengi að gleyma einhverjum smáafglöpum og virðast ekki hafa fellt sig við það sem Guðjón Hjörleifsson- eða Gaui Bæjó eins og hann er víst jafnan kallaður heima fyrir- hafði uppá að bjóða. ´
Íslendingar virðast vera fljótir að gleyma eða að fyrirgefa og líta margir hverjir upp til þeirra sem hafa brotið lögin en snúið aftur og brotist til metorða. Gleymum ekki Jóni Hreggviðssyni, sem mátti dúsa á Bessastöðum fyrir að hafa stolið snærisspotta. Björgúlfur Guðmundsson er ef til vill besta dæmið; fáum virðist vera í nöp við milljarðararmæringin þrátt fyrir að Bretar kalli kappann "an old fraudster" í sambandi við tilboð hans og Eggerts í West Ham.
Annar pólitíkus ætti kannski að íhuga starfsferil sem glæpamaður en Ingibjörg Sólrún virðist hafa misst tökin á flokknum sínum. Össur Skarphéðinsson er maðurinn á bak við tjöldin og hefur náð því sem Bó Hall varð hvað þekktastur fyrir: Ekkert Show fyrr en Ö segir Gó. Ingibjörg, líkt og Árni, myndi vafalítið ná miklum vinsældum ef þingkonan sýndi fram á að hún væri jafn spillt og allir hinir karlfuskarnir.
Flestir hægrisinnuðu bloggararnir í dag eru sammála um að ef Samfylkingin nær ekki afgerandi stöðu sem næst-stærsti flokkur landsins mun Ingibjörg segja af sér sem formaður og þar með er pólitískum ferli hennar lokið. Mundos vildi óska þess að svo yrði en ef flokkurinn nær ekki að skáka sjálfstæðisflokknum mun Ingibjörg, líkt og aðrir pólitíkusar og lélegir knattspyrnustjórar, kenna einhverjum allt öðrum en sjálfri sér um tapið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2006 | 21:19
Af rasisma og ekki rasisma
Rökin "þeir vinna bara þá vinnu sem Íslendingar vilja ekki vinna," eru ósanngjörn. Hafa ber í huga að útlendingar sem sest flytjast hingað og setjast hér að frjóvga menningu okkar. Nú þegar eru dagblöð gefin út pólsku, bankar bjóða uppá þjónustu á fleiri en einu tungumáli og fjölmiðlar taka upp hanskann fyrir erlendum verkamönnum sem látnir eru dúsa í lélegu húsnæði á vegum illgjarnra vinnuveitanda.
Ísendingar hafa hins vegar ekki ótakmarkað pláss og standa frammi fyrir sama vandamáli og aðrar þjóðir gerðu fyrir nokkrum tugi ára þegar flóttafólk frá austurblokkinni þyrptist vestur í von um betra líf. Fólk frá Suður-Ameríku sem gat ekki hugsað sér að lifa undir stjórn einræðisherra(kaldhæðið en satt; vestrænar þjóðir studdu oft á tíðum þessa menn) og ekki síst innflytjendur frá Afríku, úr gömlu nýlenduveldum herraþjóðanna.
Nú standa þessar þjóðir frammi fyrir þeim vanda að hafa ekki hlúð eða ekki haft tækifæri til að sinna fólkinu, veita því mannsæmandi tækifæri. Uppreisnin í úthverfum Parísar voru engin tilviljun og væntanlega prísa Danir sig sælan að hafa ekki lent í hinu sama. Við á Íslandi þurfum hins vegar ekki að hafa áhyggjur...strax.
Eftir nokkra áratugi gæti hins vegar slegið í brýnu milli útlendinga og Íslendnga en Sjálfstæðisflokkurinn virðist hafa áttað sig á þessum vanda og hefur nú tryggt að Pólverjar eigi sinn fulltrúa á Alþingi.
Umræðan um útlendinga er af hinu góða en hún kom hins vegar frá röngu fólki með röng skilaboð og það var hálf kjánalegt að sjá þá Eirík Bergman og Jón Magnússon karpa um það hvort stjórnmálafræðingurinn væri hluti af Samfylkingunni eða ekki. Eiríkur þráttaði fyrir það þótt allir vissu það og Jón sagðist ekki vera rasisti þrátt fyrir að hafa skrifað sem héti Ísland fyri Íslendinga...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.11.2006 | 23:12
Fyrsti dómuinn um James Bond
Bresku götublöðin sendu öll njósnara á sérstaka forsýningu nýjustu Bond-myndarinnar, Casino Royal. Þau voru hrifinn og hófu hinn "hataða" Daniel Craig svo mikið upp til skýjanna að hinn skoski Sean Connery má fara að óttast um krúnuna sem besti Bond-inn. Hægt er að lesa allt um málið á þessari yfirlitssíðu BBC.
Fréttablaðið virðist fara sömu leið og bresku götublöðin því Þórarinn Baldur Þórarinsson, betur þekktur sem "Bjargvætturinn á Bessastöðum", birti í gær stuttan dóm um myndina og er hægt að lesa hann hér.
Þórarinn fór reyndar mikinn í pistli sínum í Fréttablaðinu þar sem hann réðst á saklaust grey sem enn hafði trú á mannkyninu og taldi það geta snúið frá villu vegar, látið af syndsamlegu líferni sínu, hefði jafnvel lært eitthvað af bræðrum sínum í Sódómu og Gomorru. Sá aumingjans maður átti sín ekki viðreisnarvon þegar blaðamaðurinn vitnaði í bölsýnismanninn Nietzhce og húsdýr í gæludýragarði. Reyndar telur undirritaður nokkuð víst að hvorki kindurnar eða kýrnar í Húsdýragarðinum ættu roð í hrafninn ef fram færi spurningakeppni enda hafði Óðinn ekki Gimbu og Búkollu sér við hlið heldur þá Huginn og Muninn. Ætli einkvæni sé gáfumerki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2006 | 19:50
Rasismi eða ekki?
Á það var bent á RÚV um helgina að samtök gyðinga væru farin að græða á tá og fingri vegna helfarinnar. Ágætur maður benti á að ekki væri hægt að mótmæla stefnu Ísraels án þess að vera sagður gyðingahatari sem er eitthvað versta skammaryrði sem nútímatunga býður uppá (gyðingahatari býr í raun ekki yfir neinum skilningi um hvað hefur gerst fyrir þennan þjóðflokk á undanförnum öldum og áratugum, hann er í raun ó-sympatískur).
Frjálsyndir kveiktu í ansi mikilli púðurtunnu þegar þeir hófu máls á málefnum útlendinga hér á landi. Hinir pólitískt rétthugsuðu töldu að þarna væri að sjálfsögðu um rasisma að ræða, allir sem tali illa á gagnrýnum nótum um útlendinga séu á móti þeim. Frjálslyndir benda á að útlendingar lækki hér laun hinna lægst launuðustu en þetta má ekki ræða. Þetta er jú bara helber rasismi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2006 | 19:17
Oft hittir Bubbi á naglann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2006 | 19:14
Bush í varnarstöðu en gæti samt unnið
Í þeim frábæra þætti Speglinum, sem er á dagskrá eftir fréttir Ríkisútvarpsins, var rýnt í þingkosningarnar sem fram fara í Bandaríkjunum á morgun.
Þar kom fram að er með tvíeggja sverð í höndunum. Ef að demókratar vinna þá hafa öfgasinnaðir hópar í Mið-Austurlöndum haft sigur því það þýðir að Íraksstríðið var eitt stórt flopp. Demókratar standa þá frammi fyrir tveimur jafn slæmum valkostum; draga herliðið heim og viðurkenna ósigur sem jafnframt myndi hleypa öllu í báli og brand eða lýsa því yfir að Bandaríkin myndu ekki hopa og borgarastyrjöld myndi að öllum líkindum bresta á.
Bandarískir kjósendur hljóta því að leiða hugann að því hvort þeir eigi ekki að láta W. sitja einan í súpunni og leiða þjóðina úr þeim ógöngum sem hann hefur leitt eina heimsveldi jarðarinar í. Fæstir búast hins vegar við að hin herskái forseti eigi eftir að gefa þumlung eftir og væntanlega verður skálað í kampavíni þegar Saddam Hussein verður hengdur með viðhöfn.
Eftir tvö ganga hins vegar bandarískir kjósendur að kjörborðinu og velja nýjan forseta. Heimsfriðurinn veltur þá aftur á þeirri þjóð sem hefur í raun lítin áhuga á hver stjórnar í Hvíta húsinu og hugsar meira um sitt fylki. Þegar forsetar hafa legið undir þungum sökum hneigjast þeir oftar en ekki til eldflaugatakkans og því skyldi enginn útiloka að nýtt stríð hefjist eftir tveimur árum, verður þá væntanlega horft til Norður-Kóreu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 19:39
Við lifum ekki á friðartímum
Mundos horfði nýlega á hinn frábæra fréttaþátt Sextíu mínútur. Þar ferðaðist einn blaðamaður þeirra til hins afskekkta héraðs Darfur í Súdan. Þar eru stunduð þjóðarmorð fyrir augum vestrænnar siðmenningar en samkvæmt fréttaþættinum eru þessar skelfilegu aðgerðir forsetans Omar Bashir og hinna herskáu Janjaweed þolanlegar vegna þess að stjórnin í Súdan getur veitt Bandaríkjastjórn upplýsingar um Osama bin Laden, upplýsingar sem virðast vera metnar á meira en þrjú hundruð þúsund mannslíf.
Á það hefur verið bent að viðbrögð hins vestræna heims svipar mjög til þagnarinnar sem ríkti í kringum Helförina í seinni heimstyrjöldinni og þjóðarmorðin í Rúanda. Umheimurinn þarf því að vakna af sínum kapítalíska dvala og líta sér nær ef hann vill ekki hafa milljónir lífa á samviskunni.
Hægt er að lesa margvíslegan fróðleik og upplýsingar um gang mála á heimasíðu breska ríkissjónvarpsins, BBC. Málefni Darfur-héraðsins er ekki staðbundið vandamál heldur eitthvað sem þjóðir heimsins eiga bindast tryggðarböndum um að stöðva enda er þar fólk drepið í þúsundavís fyrir það eitt að vera ekki arabar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2006 | 16:26
Mafían mætt til leiks
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2006 | 21:31
Smábarnið með myndavélina
Í kvikmyndahúsum borgarinnar er nú verið að sýna tvær glæpamyndir, önnur þeirra er byggð á einhverri vinsælustu sögu landsmanna, Mýrinni eftir Arnald Indriðason en hin, The Departed, er endurgerð Hong Kong - kvikmyndarinnar Infernal Affairs og er í leikstjórn Martin Scorsese.
Nógu miklu lofi hefur verið ausið yfir Mýrina í leikstjórn Baltasars Kormáks. Mörgum þykir hreinlega nóg um enda sé ekki um meistarastykki að ræða, nálgun leikstjórans á efninu er hálfmislukkuð en leikurinn, aldrei þessu vant, er með afbrigðum góður. Mýrin er flott tekin, vel klippt en tónlistin er yfirþyrmandi og hún verður seint sögð "spennandi" eins og maður skyldi ætla að góður krimmi ætti að vera. Börn, eftir Ragnar Bragason, ætti frekar skilið þá aðsókn sem Mýrin fær um þessar mundir enda án nokkurs vafa einhver áhrifamesta íslenska kvikmynd sem gerð hefur verið.
Þegar maður gengur síðan inní kvikmyndahús og sér meistara Scorsese að verkum er eins og Mýrin hafi verið gerð af fimm ára gömlu barni í sandkassa. Ekki er náttúrlega við Baltasar að sakast, Scorsese hefur verið að í tugi ára en Mýrin er fjórða kvikmynd íslenska leikstjórans. Menn skyldu forðast allar slíkar yfirlýsingar, Mýrin er langt frá því að vera meistarastykki, hún er ágætis krimmi en ekkert meira en það. Hún er vissulega óvenjuleg af íslenskri kvikmynd að vera, hálfgert brautryðjendaverk en sýnir jafnframt hversu langt við eigum í land með að ná bara nágrannaþjóðum okkar í Skandinavíu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi