Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
30.9.2006 | 22:48
Og meira af stjörnum
Fjöldi fólks safnaðist fyrir í miðborg Reykjavíkur til að sjá borgina myrkvaða. Borgarbúar voru flestir hverjir með á nótunum og slökktu ljósin en stórfyrirtækin sáu ekki ástæðu til að taka þátt og létu neon - skiltin lýsa upp himininn...stjörnuskin er mjög veikt og áttu því ekki roð í ljósin frá kapítalismanum.
Skýjað var í borginni og því sáust engar stjörnur nema þá kannski á Hótel Borg þar sem menningarelítan safnaðist fyrir og drakk frítt... sannast þar hið fornkveðna að listamenn eru fátækir og þiggja með glöðu geði fría drykki. Þarna voru Ágúst Guðmundsson, Andri Snær og Sigurður Pálsson, áhættusamt hjá Hrönn Marínósdóttir og RIFF, hvað hefði orðið um menningu landsins ef slys hefði orðið á Hótel Borg. Þegar konungsfólkið kemur saman er oft talað um að það hringli í skartgripunum en þarna hringlaði í heilasellunum...
Fyrir þá sem hafa ekki enn séð stjörnubjartan himinn skal þeim bent á að keyra útfyrir bæinn, kannski klukkutíma eða svo, hita kaffi og bíða eftir að stjörnurnar kvikni á himinhvolfinu, mögnuð sjón sem engan svíkur.
Myrkvunin vakti mikla athygli í fjölmiðlum um allan heim og fjölluðu fréttavefir á borð við BBC, Washington Post og Aftonposten um þennan merkilega viðburð sem verður vonandi endurtekin að ári...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2006 | 22:08
Sigur hjá Barcelona...
Barcelona hafði sigur í kvöld gegn Bilbao í spænsku deildinni á útivelli. Okkar maður, Eiður Smári Guðjóhnsen, var heldur betur í sviðsljósinu, fiskaði mann útaf, lagði upp mark fyrir fyrirliðann Pyol og kom síðan Börsungum yfir í seinni hálfleik.
Drengurinn gæti því verið á leiðinni í sömu guðatölu og hin sænski Henke Larson...það verður forvitnilegt að sjá hvernig Smárinn nýtir sér hin erfiðu meiðsl Samuels Etoo sem hingað til hefur verið ein aðalmarkamaskína Barcelona liðsins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2006 | 21:55
Stjörnuhrap
Vefsíðan ordid.blog.is fór mikin í upphafi en hefur smátt og smátt verið að deyja út. Skúbb og tvípunktur var ekki sjaldgæf sjón á síðunni en nú virðist sem mesti vindurinn sé úr hjá aðstandendum.
Einhverjir hafa viljað bendla framkvæmdarlega forstöðumanninn Róbert Marshall við bloggið því Orðið þreyttist seint á að fjalla um málefni sjónvarpsstöðvarinnar sálugu. Þegar Bobby Marshall, eins og hann er gjarnan nefndur, hætti var eins og skrúfað hefði verið fyrir kranann og er orðið ansi langt um liðið síðan að síðast var sett inn færsla.
Þetta er þó vafalítið tilviljun ein og er skýringanna heldur að leita í því að þeir sem standi að baki Orðinu hafi komist í ágætis vinnu og hafi því ekki lengur tíma til að sinna slúðrinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2006 | 21:30
Bræður munu berjast
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá Gummersbach mæta Íslandsmeisturum Fram í meistaradeildinni á morgun. Leikurinn er forvitnilegur fyrir þær sakir að þar mætast landsliðsþjálfararnir tveir enda er Guðmundur Guðmundsson höfuðpaurinn hjá drengjunum í Safamýrinni.
Gaman verður að sjá hvernig Sverre Jakobsen tekst upp á sínum gamla heimavelli en hann fór til Þýskalands eftir að hafa staðið sig eins og hetja með Fram á síðastliðnu keppnistímabili. Margir muna eflaust eftir framkomu stjórnar Fram í garð Sverris en þar lék Hjálmar Vilhjálmsson stórt hlutverk í atburðarrásinni...
Hjálmar komst aftur í kastljós fjölmiðlanna þegar Fréttablaðið birti fréttir af því að Hjálmar hefði skrifað á hinar og þessar spjallsíður undir fölskum formerkjum, meðal annars sem Geir Sveinsson, landsliðsfyrirliðinn góðkunni.
Hjálmar er sem kunnugt er sonur Vilhjálmar Einarsson sem fyrstur allra Íslendinga vann til verðlauna á Ólympíuleikum. Hjálmar er því jafnframt bróðir Einars Vilhjálmssonar, spjótkastara og afreksmanns og Sigmars Vilhjálmssonar, sem stjórnaði Idol - stjörnuleitinni með ágætum en er nú innsti koppur í búri markaðsdeildar 365.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi