Leita í fréttum mbl.is

Valkostir Margrétar ófáir

Sveinn Hjörtur skrifar á moggabloggi sínu að hann telji útilokað að Margrét gangi til liðs við þá Jón Baldvin og Ómar Ragnarsson en þeir hafa verið spyrtir saman af fréttastofu Stöðvar 2. Samsæriskenningarsmiðirnir eru ekki lengi að fara á kreik og þá ekki síst innan Framsóknarflokksins. Ekki furða. Einn flokkur tapar meira en sá græni og það er her Ingibjargar Sólrúnar í Sam-fylkingunni. Óvenjuleg staða fyrir Framsóknarmenn að vera í. 
En nú ætti sá ágæti flokkur að hugsa sinn gang. Hin heilaga þrenning sem samanstendur af Margréti, Ómari og Jóni Baldvini er á lausu.
Þetta minnir óneitanlega á andrúmsloftið í knattspyrnuheiminum þegar Milan liðin Inter og AC börðust um bestu bitana eftir EM árið 1988. Þá gengu þrenningar úr þýsku og hollensku liðinum til stórveldanna. Matthaus, Breme og Klinsmann léku með Inter og Frank Riikjard, Ruud Gullit og Marco Van Basten fóru til Silvio Berlusconi í AC. 
Margrét, Jón Baldvin og Ómar; hver ætli bjóði best?


mbl.is Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus  Garðar Júlíusson

Skemmtileg samlíking

Júlíus Garðar Júlíusson, 29.1.2007 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband