Leita í fréttum mbl.is

Hátíð feimna og hlédræga fólksins

Eitthvað er íslensk tónlistarsenan orðin undarleg. Annað hvort eru það húmoristar úr MH, fornir fjendur eða gjörsamlega óframfærið fólk sem hefur sigur.
Lay Low og Pétur Ben. héldu uppi merkjum krúttkynslóðarinnar. Löggiltu hálfvitarnir fengu líka sitthvað fyrir sinn snúð því bæði Bó og Bubbi fórum heim með verðlaunagrip. Ekki má gleyma FM-kynslóðinni en slagari Jeff Who?, Barfly, var "kosið" vinsælasta lagið- eitthvað þarf að skoða heitið á þeim flokki því varla er hægt að kjósa um vinsælasta lagið. Eitt lag hlýtur hreinlega að vera vinsælast- Spurning hvort þetta ætti ekki að heita "besta" lagið. Og um það gætu áhorfendur kosið.
Á það hefur verið bent að tónlistarmennirnir á hátíðinni sitji ekki við sama borð því meiri líkur séu á því að fólk í klassíska-og djassflokknum vinni til verðlauna. Þessar tónlistarstefnur eiga því miður erfitt uppdráttar á markaðstorgi guðanna og verðskulda því alla athygli. Þessi verðlaun eru tvímælalaust eitt mikilvægasta tækið til þess.
mbl.is Lay Low sigurvegari íslensku tónlistarverðlaunanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband