Leita í fréttum mbl.is

Undarleg ákvörðun Alfreðs

Alfreð Gíslason velur að halda Arnóri Atlasyni fyrir utan hópinn í kvöld. Sú ákvörðun kemur mörgum handboltaáhugamanninum í opna skjöldu enda hefur Arnór farið mikinn í dönsku deildinni þennan vetur.
Vafalítið leikur þar stórt hlutverk að leikmaðurinn hefur engan veginn náð að fylgja eftir velgengni sinni með landsliðinu á EM í Sviss og á HM í Túnis. Hins vegar eru ákveðin gleðitíðindi að Einar Örn Jónsson skuli fylla hans skarð því Alexander Petterson hefur varla mátt una sér hvíldar á mótinu. Einar Örn gæti hæglega leyst hann af hólmi um stundarsakir á meðan "Vélmennið" tekur sér smá pásu.
mbl.is Arnór og Róland hvíla í kvöld, Einar Örn er með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Nielsen

Þetta var algjörlega réttmæt ákvörðun hjá Alfreð. Þrátt fyrir gott gengi Arnórs með félagsliði sínu hefur hann að mínu mati ekki skapað sér sess innan landsliðsins. Hann er ragur við að skjóta á markið og skortir reynslu.

Ólafur Örn Nielsen, 1.2.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband