Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006
30.11.2006 | 00:33
Hver er næstur í dauðaspilum Pútín?
Fyrrum forsætisráðherra Rússa, Jegor Gaidar, liggur nú á sjúkrahúsi í Dyflinni eftir að hafa fallið í yfirlið þegar hann var að kynna nýútkomna bók sína. Samkvæmt fréttavef Vísir.is var Gaidar einn af þeim sem kom efnahagslegum umbótum af stað eftir fall Sovétríkjanna. Hið merkilega er að læknar hafa ekki fundið hvað amar að Gaidar og leikur grunur á að fyrir honum hafi verið eitrað, líkt og hinum sáluga Alexander Litvinenko.
Hringurinn í kringum Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er farin að þrengjast ef marka má orð náins vinar Gaidar, Anatolí Tsjúbaís, sem telur að stjórnvöld í Kreml hafi látið myrða Litvinenko, Gaidar og blaðakonuna Önnu Politkovskaju. Kremlverjar telja jafnframt að hin öflugi hryðjuverkahópur Al-Kaída starfi nú Téteníu en um málefni stríðsdeilna þeirra má lesa um í skemmtilegum trylli Tom Egland, Nótt Úlfanna, sem nýlega kom út í íslenskri þýðingu hjá JPV.
Þau eru því orðin ansi mörg líkin í ferðatösku Vladimir Pútin og á vafalítið eftir að fjölga enn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2006 | 14:48
Varaformennirnir tjá sig
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tók undir orð Jóns Sigurðssonar og nú hefur varaformaður Framsóknarflokksins, Guðni Ágústsson, lýst því yfir að hann sé sammála yfirlýsingu formannsins. Fjölmiðlar láta vonandi hvorki Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson komast upp með það að þegja....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2006 | 23:19
Smækkuð mynd af Íslandi
Í 60 minutes var fjallað um málefni innflytjenda og þá sérstaklega ólöglegra innflytjenda en málið er óneitanlega ofarlega á baugi hjá bandarískum kjósendum. Kastljósinu var beint að litla bænum Hazelton sem hefur sett umdeild lög en þau banna atvinnurekendum ráða til sín ólöglega innflytjendur og íbúðareigendum að leigja þeim húsnæði.
Kostnaður við að halda uppi innflytjendum í þessum litla bæ hefur aukist til muna. Kennsla og heilbrigðisþjónusta standa höllum fæti og tíðni alvarlegra glæpa hafa hækkað, allt vegna síaukinnar ásóknar ólöglegra innflytjenda sem ætla að elta bandaríska drauminn.
Róbert Douglas gerði Íslenska drauminn og hvort innflytjendur hér á landi séu að elta hann skulum við rétt vona ekki. Á það er bent í fréttinni að fjölskrúðugt líf bæjarins sé með daprasta móti eftir að innflytjendum fækkaði jafnt og þétt, litbrigði menningarinnar er einlitt og aðrir, sem hafa fengið bandarískan ríkisborgararétt með löglegum hætti, eru litnir hornauga og treysta sér ekki lengur til að búa í bænum.
Fordómar gagnvart útlendingum hafa væntanlega aukist í kjölfarið á þeim umræðum sem skópust í kringum orð Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns frjálslynda flokksins, sem vildi hefta aðgöngu útlendinga að landinu. Þau voru olía á eldinn hjá þeim sem hafa orðið undir í lífsgæðakapphlaupinu: sömu menn eru kosnir og því er ekki lengur hægt að hata þá, hatrið færist því yfir á þetta fólk sem eldar framandi og vellyktandi mat í stigagöngum og virðist alltaf hafa í nógu að snúast.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2006 | 19:31
Í fréttum er þetta helst....
Fyrsta frétt RÚV fjallaði um bíl. Ekki bara einhvern bíl heldur sjálfan forsetabílinn sem embættið neitar að greiða fyrir. Hann var víst gerður uppá réttingarverkstæði og upphæðin er ansi há. Bíllinn verður því bara seldur á uppboði.
Maður nokkur í Hafnafirði á líka ansi merkilegan bíl. Hann er enn með göt eftir fána sem settir voru á drossíuna þegar Noregskonungur kom hingað í heimsókn. Bíllinn var undir forsjá Bjarna heitins Benediktssonar. Hann er ekki á neinu réttingarverkstæði heldur geymdur í þar til gerðri geymslu undir Esjunni. Á tyllidögum og helgidögum auk sunnudaga er bíllinn keyrður. Einn var meira að segja ferjaður frá fæðingardeild Landspítalans í Reykjavík og til síns heima. Lá bara í notalegu leðri með móður sinni og föður við stýrið.
Synd verður að sjá eftir bílnum úr eigu forsetans en hann er væntanlega best geymdur hjá mönnum sem vilja varðveita kaggann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2006 | 19:22
Þeir þegja en þunnt er hljóðið
Jón Sigurðsson sýndi ákveðið hugrekki þegar hann viðurkenndi að ákvörðunin um stuðning við innrásina í Írak hefði verið röng. Forveri hans, Halldór Ásgrímsson, neitar að tjá sig um þessar yfirlýsingu formannsins og Davíð Oddsson ætlar ekkert að segja.
Er þögnin þó ekki sama og samþykki?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2006 | 19:24
Davíð farinn-flóðgáttir opnast
Fyrst Jón Sigurðsson, nú Styrmir Gunnarsson. Báðir hafa viðurkennt að stuðningur við stríðið Írak hafi verið mistök. Hvorki Davíð né Halldór tjá sig um málið, sá fyrrnefndi situr í Seðalbankanum og stjórnar stýrivextum en þeim síðarnefnda var komið fyrir í formennsku Evrópunefndar. Á íslenska þjóðin það ekki skilið að valdamesti maður landsins, fyrr og síðar, viðurkenni að hafa gert mistök? Geta menn, sem hafa sagt af sér embætti, ekki komið fram á sjónarsviðið og gagnrýnt opinberlega stefnu Bandaríkjanna í alþjóðamálum?
Þegar Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, afhenti sendiherra Ísraela formleg mótmæli lýsti hann því yfir að ríkistjórn Ísraels styddi aðild Íslendinga að öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Blóðug atkvæði. Íslendingar studdu innrás USofA þegar George W. Bush og Rumsfeld skipulögðu að láta herinn hverfa héðan. Er ekki komin tími til að láta kanann finna fyrir því mýflugubiti sem andstaða Íslendinga væri?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2006 | 17:39
Síðan hvenær voru þetta fréttir?
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á miðstjórnarfundi flokksins að ákvörðun Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar um að skrá Ísland á lista hinna staðföstu þjóða og styðja innrásina í Írak hefði verið röng. Jón segir litlar fréttir því þetta hefur alltaf verið vitað. Jón er bara að viðurkenna það sem hefur verið á allra vörum.
Jón gerir hins vegar vel í því að svara gagnrýnisröddum sem hafa kvartað undan þöglum manni í brúnni. Hann ræðst á forvera sinn og segir að Halldór Ásgrímsson, fyrrum landsfaðir Framsóknar, hafi gert alvarleg mistök. Bandaríkjamenn sögðu Íraka tengjast al Kaída og byggju yfir gereyðingarvopnum. Vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna hefur staðfest þetta og leyniþjónustur Bandaríkjanna og Breta hafa viðurkennt að hafa falsað sannanir og logið. Árásin í Írak var ákveðin af olíurisum í Bandaríkjunum sem horfðu girndaraugum á olíulindir Saddam Hussein. OilWar er þetta kallað af óháðum, erlendum fræðimönnum sem ekki fá að úttala sig um þetta mál á almennum vettvangi.
Jón hefði átt að ganga lengra, hann hefði átt að biðjast afsökunar á þessari fáranlegu ákvörðun. Stríðið í Írak er mesta klúður í sögunni ef undanskilið eru illa klæddir hermenn Napóleons og Hitlers og Víetnam stríðið. Landið er á barmi borgarastyrjaldar og ef ekkert verður að gert gæti Írak orðið kveikjan að þriðju heimstyrjöldinni. Arabar hvaðanæva úr heiminum eiga brátt eftir að sameinast gegn öðrum múslimum en kannski ekki hvað síst gegn vesturveldunum.
Sameinuðu þjóðirnar verða að grípa inní, Bandaríkjaher og Bretar verða frá að hverfa. Ef eldglæring skýst til Íran verða Mið-Austurlönd þvílíkt eldhaf að ekkert verður við það ráðið. Jón Sigurðsson engar fréttir, hann staðfesti bara allt það sem allir hafa vitað: Írak voru mistök.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2006 | 23:46
Gates gefur af sér
Ríkasti maður heims, Bill Gates, hyggst koma fyrir nettengdum tölvum á öllum bókasöfnum í Rúmeníu. Gates- stofnunin tilkynnti þetta fyrir skömmu en hún hefur yfir að ráða 32 milljörðum dollara sem samsvarar tvö þúsund milljörðum íslenskra króna. Gates-stofnunin hyggst ráðast í sömu verkefni í löndum á borð við Chile, Lettlandi og Mexíkó.
Í fljótu bragði virðist þetta vera hreinræktað góðverk en þegar menn fara að rýna betur í hlutina sést best að með þessu hefur Gates tryggt sér góða markaðsstöðu á tölvumarkaðinum í fátækari ríkjum heims þegar þau loks netvæðast.
Samt verður það ekki tekið af þeim Gates-hjónum að þau verja miklum fjármunum til góðgerðarmála og ráðstafa 99,9 prósentum af auðævum sínum í hvers kyn líknarmál og góðgerðarsamtök. Börnin þeirra þrjú njóta síðan góðs af þessu einum hundraðasta enda myndi það sennilega nægja til að bjarga öllum þriðja heiminum frá hungri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2006 | 21:26
Þögnin rofin á Spáni
Heimilisofbeldi er ljótur blettur á vestrænu þjóðfélagi og nú hafa spænsk stjórnvöld ákveði að skera upp herör gegn þessum vágest. Spánverjar eru upp til hópa kaþólikkar þar sem hjónaband er verndað af Guði og engum öðrum. Því er ekki að undra að stjórnvöld þar í landi hafi ákveðið að berjast gegn misyndismönnum en þar deyja árlega um hundrað konur vegna misþyrminga á heimili sínu.
Vestrænir aðilar tala um kúgun kvenna í múslimskum löndum, þær njóti ekki sömu réttinda og karlar en það hlýtur hins vegar að vera eftirtektarvert fyrir þessa sömu einstaklinga þegar skoðaðar eru tölur frá Evrópu og Bandaríkjunum sem snúa að sifjaspelli og níðingshætti gagnvart börnum og konum.
Átak spænska ríkisins er til fyrirmyndar og er til marks um hversu hratt Spánn nútímavæðist eftir að hafa staðið nágrönnum sínum í Frakklandi langt að baki. Hitt er hins vegar merkilegra að enn skuli Íslendingar standa út á torgum til að mótmæla lágum dómum á nauðgunum og heimilisofbeldi er talað niður og ýtt undir stól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2006 | 21:15
Magnaðar myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi