Leita í fréttum mbl.is

Bruce hlýtur bara að redda þessu

Stórir loftsteinar hafa áður grandað lífi á jörðinni og nægir þar að nefna eina kenningu um af hverju risaeðlurnar dóu út. En nútímamaðurinn er eilítið heimskur og telur svona hluti ekki geta gerst aftur. Loftslagið geti ekki breyst og aðskotahlutir úr geimnum geti ekki tortímt lífi á stórum landssvæðum. Nútímamaðurinn heldur auðvitað bara að Bruce Willis reddi málunum, fari með geimfari og bori sig í gegnum loftstein. Undir niðri hljómar að sjálfsögðu Aerosmith.
Hér er að sjálfsögðu verið að vitna til þeirra hörmulegu klisju sem Armageddon var. Undirritaður var sjálfur hrifnari að Deep Impact með Morgan Freeman í hlutverki Bandaríkjaforseta.
mbl.is Stefnt að sameiginlegri viðbragðsáætlun við loftsteinaárekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónína lætur blaðamann hafa það óþvegið

Nú veit ég ekkert um það hvort Jónína Ben. eigi eitthvað sameiginlegt með Phillip Kerkhof. Reyndar efast ég bara stórlega um það. En hún lætur blaðakonuna og ritstýruna Sigríði Dögg Auðunsdóttur hafa það ansi óþvegið á heimasíðu sinni. Þau orð sem Jónína hefur um Sigríði eru ekki eftir hafandi á þessari annars siðvöndu bloggsíðu en fyrir forvitna má sjá þessi hörðu orð athafnarkonunnar hér.
Reyndar vakti margt furðu í orðum Sigríðar Daggar í Kastljósi gærkvöldsins þar sem hún taldi fjölmiðla 365 hafa hundsað tímarit sitt.
Steingrímur Sævarr, ritstjóri Íslands í dag, bendir á þátturinn hafi fjallað um tímaritið og þá þykist ég nokkuð viss um að Fréttablaðið hafi fjallað um tímaritið í blöðum sínum þótt vissulega hafi þetta ekki verið á forsíðu.  Alla vega hefur undirritaður skrifað eina frétt um Krónikuna þótt vissulega hafi hún verið í léttari kantinum.
En aftur að Jónínu og hennar skotum að ritstjóranum. Engan skal undra að Jónína Ben. hafi hreinlega froðufellt af reiði þegar Sigríður Dögg steig fram í Kastljósið og talaði um nýja blaðið sitt. Sigríður Dögg var jú blaðamaðurinn sem skrifaði og rannsakaði fréttirnar um tölvupóstsamskipti Jónínu og Styrmis Gunnarssonar. Og gerði það að verkum að málið hefur allt fengið á sig hinn farsakenndasta blæ. Engin veit neitt lengur um hvað málið snýst um.
Og nú er bara bíða og sjá hvenær Ísmaðurinn, Phillip Kerkhof og jafnvel Jónína Ben. taka höndum saman, stofna stjórnmálaflokk sem heitir: Drepum Hákarlanna.
mbl.is Drukkinn veiðimaður veiddi hákarl með berum höndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klámið er víða

Heimsókn fulltrúa úr netklámsheiminum hefur vakið mikil og sterk viðbrögð. Feministar hafa bent á þá lykilstaðreynd að klámið hefur á sér orðspor fyrir að ýta undir mannsali. Allir muna eftir áhrifamiklum kvikmyndum á borð við Trafficking eða Lilja4Ever þar sem ungar stúlkur voru rændar lífi sínu eftir að hafa fallið fyrir gylliboðum um betri heim í vestrænu þjóðfélagi. Að ógleymdri kvikmyndinni Ett Hål i mitt hjärta þar sem ungmenni gera klámmynd og ganga fram af sjónvarpsáhorfendanum.
Boogie Nights eftir Paul Thomas Anderson sýndi óvanalega mynd af kláminu þar sem leikstjórarnir töldu sig ekki vera að gera einhvern viðbjóð heldur bara venjulega list. Einhverjir muna eftir því þegar Burt Reynolds horfði með hryllingi til þess að farið var að taka uppá myndbandsspólur og filmurnar heyrðu sögunni til. "Auðveldar alla fjöldaframleiðslu og gróðinn verður meiri," var sagt. 
Og þetta má til sanns vegar færa. Um miðjan áttunda og í byrjun þess níunda tók klámið furðulega U-beygju. Öfgafullar kristnar hreyfingar, gríðarlegt fjármagn erótíska iðnaðsins og fleiri hlutir "neyddu" klámið til að hverfa af yfirborði jarðar en hann blómstrar neðanjarðar. Til glöggvunar má benda á að klámiðnaðurinn í Los Angeles skilar meiri gróða en "hefðbundin" kvikmyndagerð.


Klám og erótík á sér álíka jafn langa sögu og maðurinn sjálfur. Nægir þar að horfa til löngunar grískra aðalsmanna að horfa á fáklæddar stúlkur og drengi í efnislitlum fötum á meðan þeir böðuðu sig. Indverjar og aðrar austrænar þjóðir pældu mikið í karmasutra og menn þurfa ekki að vera víðlesnir til að muna eftir þeim myndum sem prýddu bókina.
Nútímaklám hefur vissulega gert konuna að söluvöru. En það hefur poppheimurinn líka gert. Ef menn vilja skoða barnaklám þá ættu þeir að gera sér far um að horfa á POPP TV eða MTV en þær stöðvar eru sýndar gjaldfrjálst. Þar má sjá barnungar stúlkur dilla sér við æsandi tóna. Hver man ekki eftir Tatto-stúlknasveitinni frá Rússlandi. Þær fengu síðar að keppa í Eurovision.
Klám er víða. Einu sinni var gerð Nóa Kroppsauglýsing þar sem kona ein át súkkulaði, kviknakinn ofaní baðkari. Eða þá bílnum sem hafði lagið I see you baby shaking that ass en þar mátti sjá kvenkynsrassa hrista rassinn. Ekki gleyma heldur bjórauglýsingu þar sem allt snýst um fagra og lögulega kroppa. Klámið er víða.


mbl.is Stígamót skora á ráðamenn þjóðarinnar að koma í veg fyrir klámþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldi hið óhugsandi gerast?

Ef Bandaríkjamenn ráðast inní Íran má heimsbyggðina fara búa sig undir heimstyrjöld í mun stærra sniði heldur en árið 1939 til 1945. Arabaheimurinn á aldrei eftir að samþykkja slíkt hernaðarbrölt. Tregða Bandaríkjamanna til að ganga hreint til verks þar helgast einmitt af þessari vitneskju. Stríð milli Bandaríkjanna annars vegar og Írans og Íraks hefði veruleg áhrif á efnahagsástandið í heiminum og hoggið yrði stórt skarð í samband múslima og kristinna þjóða.
Því miður styttist hins vegar í kosningar í Bandaríkjunum. Og Bush hefur sýnt að hann er til alls líklegur. Þótt vissulega sé þetta langsótt samsæriskenning þá kæmi ekki á óvart þótt hryðjuverk yrði framið gegn Vesturveldinu, ekki af þeirri stærðargráðu sem Tvíburaturnarnir voru, en þó nógu mannskæð til að réttlæta innrás í Írak í þeirri veiku von að þar gæti legið lykill að áframhaldandi veru Repúblikanaflokksins í Hvíta húsinu. 
mbl.is Bush sannfærður um að íranskar úrvalssveitir útvegi uppreisnarmönnum vopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dráttur að handan

Þeir hefðu nú sennilega gengið af göflunum í The Media Watchdog Group ef þeir hefðu lesið þessa frétt hér. Þar er nefnilega greint frá því að einn af fimm feðrum Dannielynn gæti verið Howard Marshall, fyrrum eiginmaður Önnu Nicole Smith. Sá er nefnilega látin blessaður og hefur verið ansi lengi í gröfinni eða allar götur síðan um miðjan tíunda áratuginn. Hátt í áratug í það minnsta. 


mbl.is Fréttastofur gagnrýndar fyrir slælega umfjöllun um andlát Önnu Nicole
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bandaríkin í nýju ljósi

Guð og aðrar "æðri" verur sem klókir menn hafa ekki getað fest hönd á hafa oft verið dregnir til saka fyrir verk mannanna. Trúarbrögð eru oftar en ekki sögð ábyrg fyrir verstu illvirkjum sögunnar og öllum stríðum. Jónas Kristjánsson bendir á að mesti fjöldamorðingi allra tíma hafi hvorki verið Ghengis Khan né Adolf Hitler heldur Benjamin Disraeli sem kallaði hungursneyð yfir Indverja á árunum 1874 til 1880 með þeim afleiðingum að 27 milljónir manna féllu. Og Jónas skrifar: "Mike Davis hefur skrifað bók um þessa hungursneyð. Lytton lávarður kom henni af stað með því að gera allt korn í Indlandi upptækt og koma því til Bretlands. Þarna voru því ekki Stalín og Hitler að verki, heldur brezkur lord."

En hvað tengist þetta Bandaríkjunum. Jú, Bandaríkin og sá sem landinu stjórnar frá hvíta tjaldinu eiga ótrúlega margt sameiginlegt með breska heimsveldinu og Disraeli annars vegar og Adolf Hitler og Þýskalandi nútímans hins vegar.

Nasistar sóttu sitt vald frá Guði þótt þeir hafi hafnað öllum trúarbrögðum. Í ræðum Goebbels má sjá tilvísanir í æðra vald sem verndaði Leiðtogann og þýsku þjóðina. Ef einhver er svo snjall að kannast við þetta þá nægir honum að skoða innsetningarræðu forseta Bandaríkjanna.
The Founding Fathers voru þeir fimmtíu og fimm sem skrifuðu undir Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna. Hún er í dag, af mörgum þjóðernissinnuðum, ættuð frá Guði og talin tilheyra sama stað og jafnvel boðorðin sem Móses fékk á Sinaí-fjalli. Í seinni tíð hefur verið ályktað af hægri trúarhópum að Bandaríkin væru fyrirheitna landið sem Móse var ætlað að finna. Þeir strangtrúuðustu trúa því að Ísrael verði vettvangur Armageddon og í kjölfarið muni Guð lýsa yfir blessun sinni á bandaríska jörð. Bush yngri hefur aldrei sagt þetta vera þvætting og mun að öllum líkindum ekki gera það.

Þegar þetta er skoðað í mun nákvæmara ljósi kemur margt forvitnilegt fram. George W. Bush talar til að mynda aldrei um Jesú á opinberum vettvangi heldur einungis um Guð. Þetta er einfaldlega gert til að styggja ekki þá trúarhópa sem hafna Jesú sem spámanni.  Meira að segja Kennedy, sem var yfirlýstur kaþólikki, minntist aldrei á Jesús í ræðum sínum og gerði það meðvitað. Ástæðan er einföld: Bandaríkin boða trúfrelsi,svo lengi sem þegnar landsins sverji við landið og þá "æðri" veru sem verndar það. Þetta reynist flestum mjög auðvelt þar sem flest trúarbrögð boða tilveru æðri veru. Að því gefnu hlýtur það að liggja í augum uppi að trúleysingjar eru ekkert sérstaklega vel liðnir innan bandaríska kerfisins þótt rödd þeirri fái vissulega að heyrast opinberlega. Tjáningarfrelsið er þar stærsti sökudólgurinn.

"In God We trust" er heldur engin tilviljun enda hefur Bush margoft lýst því yfir að hann treysti því að Guð mun leiða þjóðina að réttri lausn.  Til samanburðar má benda á að Nasistar beittu sama málflutningi. Þeir vildu ekki styggja þá trúuðu í landinu en stærstur hluti Þjóðverja á uppgangstímum nasista var lútherskur og átti í nokkuð góðu sambandi við bæði kirkjuna og presta. Þetta samband breyttist nokkuð eftir að Hitler náði öllum völdum og undir lokin, þegar Hitler var orðinn einráður, fordæmdi hann öll trúarbrögð. Þá trúði hann enda því sjálfur að engin þörf væri fyrir Guð fyrst þjóðin hans hefði Adolf Hitler.

Að lokum skal á það bent að bæði Nasistar og Bandaríkin tilbiðja fánann sinn. Hann á sér nánast guðlegan uppruna og textann er allur ljómaður í trúarlegri upplifun þegar hann birtist. Nánar um það síðar.


mbl.is Þjóðverjar minntust þess að 62 ár væru liðin frá árásinni á Dresden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningamynd Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins

Nú þegar kosningar eru í nánd hljóta spunameistarar stjórnmálaflokkann vera farnir að ráða ráðum sínum um hvernig sé best að höfða til kjósenda. Varla þarf að taka það fram að slíkir náungar úr röðum Framsóknarflokksins séu bestir í sínu fagi enda vafalítið til sá stjórnmálaflokkur sem jafnoft hefur verið spáð útrýmingu en endar einhvern vegin alltaf í stjórn. Og þessi mynd gæti verið nýjasta útspilið. Þrátt fyrir "eldgos" og "náttúruhamfarir" verða Framsókn og Sjálfstæðisflokkur alltaf í þessum stelllingum, eilífum faðmlögum.
mbl.is Í faðmlögum í 5.000 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meint aðför að Ingibjörgu Sólrúnu

Ingibjörg Sólrún átti að vera vonarstjarna Samfylkingar. Hún átti að hífa flokkinn uppúr þrjátíu prósentunum sem Össur Skarphéðinsson hafði verið með flokkinn í. Nú sýnir hins vegar hver skoðanakönnunin á fætur annarri að Samfylkingin er að tapa fylgi og það ekki síst meðal kvenna.
Stuðningsmenn Ingibjargar og feministar tala hins vegar um aðför að Ingibjörgu og skrifar Katrín Anna Guðmundsdóttir meðal annars um þetta mál hér. Ekki er hægt að skilja orð Önnu öðruvísi en svo að snúið sér út úr öðru hvoru orði sem formaðurinn lætur út úr sér.
Helsta vandamálið hjá Ingibjörgu Sólrúnu og hennar fólki eru einmitt svona yfirlýsingar. Að ekki megi snerta á henni, sá sem það gerir er að standa fyrir aðför að formanninum. Ingibjörg er eldri en tvævetra í stjórnmálum og veit sem er að hluti af því að vera karlinn í brúnni er að þurfa takast á við útúrsnúninga andstæðinga. Hver man ekki eftir því þegar "orð" Guðna Ágústssonar um stöðu konunnar voru sett í þvottavél eða þegar Geir H. Haarde gat ekki alltaf farið heim með sætustu stelpunni af ballinu?
Vandi Samfylkingar liggur ekki hjá andstæðingum flokksins. Hann liggur fyrst og fremst í stefnumálum fylkingarinnar sem stundum hagar seglum eftir vindum. Meginmarkmið Samfylkingarinnar hefur verið að veita Sjálfstæðisflokknum harða keppni um atkvæði og verða annað af stærrstu stjórnmálaöflum landsins. Og það hefur mistekist.

mbl.is Samfylkingin vill huga að nýsköpun og styðja sprotafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ameríski draumurinn endar vonandi vel

Kaup bandarísku auðkýfinganna George Gillett og Tom Hicks marka tímamót í enskri knattspyrnu. Liverpool er fornfrægt stórveldi, það sigursælasta í enskri knattspyrnu en hefur á undanförnum árum ekki getað keppt við Manchester United, Arsenal og nú síðast Chelsea.
Fjármagn hefur hamlað liðinu og það þurft að treysta á snilli knattspyrnustjóranna og Akademíunnar. Rafa Benitez kvartaði nýlega undan því að geta ekki keypt þá leikmenn sem hann langaði í og taldi þar meðal annars upp samkeppnina við Arsenal um bestu bitanna. En nú geta Liverpool-áhangendur farið að hlakka til. Nú styttist í að stórstjörnur hlaupi um Anfield eða Stanfield Park.
Mestu máli skiptir að bandarísku auðkýfingarnir hafa lýst því yfir að þeir hyggist halda í heiðri þeim anda sem ríkt hefur á Anfield þar sem knattspyrnan skiptir mestu máli. Sú staðreynd að þeir skipti ekki um menn í brúnni hefur kætt áhangendur Liverpool því síst af öllu vilja þeir að liðið verði ameríkanseruð útgáfa af Ambramovich-ævintýrinu.
mbl.is Benítez og Parry áfram við stjórn hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sáu þeir ekki myndina hans Gore?

Þvílíkt og annað eins rugl hefur ekki heyrst úr Hvíta húsinu síðan að ákveðið að var að ráðast inní Írak. Ef eitthvað er að marka þessi viðbrögð þá hafa starfsmenn Hvíta hússins hreinlega ekki séð kvikmynd Al Gore, Óþægilegur sannleikur.
mbl.is Bandarísk stjórnvöld fagna skýrslu IPCC
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband