30.1.2007 | 18:08
Undarleg ákvörðun Alfreðs
Alfreð Gíslason velur að halda Arnóri Atlasyni fyrir utan hópinn í kvöld. Sú ákvörðun kemur mörgum handboltaáhugamanninum í opna skjöldu enda hefur Arnór farið mikinn í dönsku deildinni þennan vetur.
Vafalítið leikur þar stórt hlutverk að leikmaðurinn hefur engan veginn náð að fylgja eftir velgengni sinni með landsliðinu á EM í Sviss og á HM í Túnis. Hins vegar eru ákveðin gleðitíðindi að Einar Örn Jónsson skuli fylla hans skarð því Alexander Petterson hefur varla mátt una sér hvíldar á mótinu. Einar Örn gæti hæglega leyst hann af hólmi um stundarsakir á meðan "Vélmennið" tekur sér smá pásu.
Vafalítið leikur þar stórt hlutverk að leikmaðurinn hefur engan veginn náð að fylgja eftir velgengni sinni með landsliðinu á EM í Sviss og á HM í Túnis. Hins vegar eru ákveðin gleðitíðindi að Einar Örn Jónsson skuli fylla hans skarð því Alexander Petterson hefur varla mátt una sér hvíldar á mótinu. Einar Örn gæti hæglega leyst hann af hólmi um stundarsakir á meðan "Vélmennið" tekur sér smá pásu.
Arnór og Róland hvíla í kvöld, Einar Örn er með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi
Athugasemdir
Þetta var algjörlega réttmæt ákvörðun hjá Alfreð. Þrátt fyrir gott gengi Arnórs með félagsliði sínu hefur hann að mínu mati ekki skapað sér sess innan landsliðsins. Hann er ragur við að skjóta á markið og skortir reynslu.
Ólafur Örn Nielsen, 1.2.2007 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.