Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Hleranirnar gerðar opinberar

Nú getur almenningur skoðað hvort að afar þeirra, ömmur, mömmur eða pabbar hafi verið hleruð. Hvort þau hafi komið til greina sem ógn við þjóðaröryggið. Já, hvort Jón sem eitt sinn var Sósíalistaflokknum hafi lagt á ráðinn um að fá hingað rauða herinn til að yfirtaka Ísland eða hvort Magnús ætlaði að koma Lyndon B. Johnson fyrir kattarnef.

Fyrir þá sem brenna í löngun til að finna þessa hluti út skal þó bent á að Skjalasafn ríkisins hefur eytt öllum hugsanlegum persónuupplýsingum með tilliti til stjórnarskráarinnar um friðhelgi einkalífsins. Skrárnar má nálgast hér.


Vandamálin hrannast upp hjá Liverpool

Vandræði Benitez halda áfram að aukast því breska blaðið Mirror birti í dag fréttir af því að stjórnarmeðlimir hins fornfræga klúbbs væru uggandi yfir slöku gengi liðsins, en fréttir af málinu má lesa hér. 

Mundos hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum af sífelldum breytingum stjórans á liðinu en leyfir sér að efast um að svona yfirlýsingar séu til þess að bæta andann innan félagsins.

Liverpool mætir á morgun Aston Villa en lið Martiin O'Neil hefur enn ekki tapað leik á tímabilinu. Rauði herinn náði að skora fjögur mörk gegn Reading en varla er mikið að marka þann leik, Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn léku saman sem miðverðir í þeim leik. Robbie Fowler, sem jafnan er kallaður Guð í The Kop, átti stórleik en slíkt virðist ekki nægja Benitez og má fastlega reikna með því að Dirk Kyut og Luis Garcia verði í byrjunarliðinu, Crouch vermi bekkinn og Fowler komist ekki einu sinni í hópinn.

Mundos mun taka kastið ef Liverpool vinnur ekki Aston Villa á heimavelli...


Ég er landráðsmaður; reynið að hlera símann minn

Kjartan Ólafsson, Svavar Gestson, Jón Baldvin Hannibalsson og nú síðast Ragnar Arnalds eiga eitt sameiginlegt. Þeir hafa allir komist í kynni við leyniþjónustu Íslands sem enginn vissi að væri til...

Jú, hér virðast hafa verið njósnarar, menn sem brutust inní íbúðir ráðvandra manna og hleruðu þá. Hafa væntanlega setið á kaffihúsi með tvö göt í miðju dagblaðs. Gengið um með dökk sólgleraugu í ljósum frakka og látið lítið fyrir sér fara. Mundos langar að hitta þessa menn og fá þá til liðs við sig í byltingahreyfingunni.

Miðað við myndir sem  Mundos hefur séð þá hafa íslenzk stjórnvöld lamið niður baráttuna í þjóðinni. Á þeim tíma sem menn voru á móti hernum, móti Nató, móti Lyndon B. Johnson, létu mótmælendur lemja á sig, stóðu saman og létu ekki yfirvaldið vaða yfir sig á skítugum skónum. Þeir voru líka hleraðir fyrir vikið og hver vill láta einhverja táfýlukarla hlusta á allt sem maður segir. Mundos manar leyniþjónustuna til að koma og yfirheyra sig, hlera símann hans og þaðan af verra. Hann mun hins vegar segja strax frá því enda ekki hluti af hinu opinbera....


Ó, þetta var bara lygi

Ívar Örn er ekki dópisti, það er bara Dr. Mister sem er það. Ó, þetta var bara lygi. Mamma hans drmisterverður væntanlega bara ánægð að heyra að sonur hennar er ekki dópisti heldur er bara svona frábær leikari, sem hreykir sér af dópneyslu og kynlífsathöfnum í öllum fjölmiðlaviðtölum. Vá, hann er bara alveg eins og Silvía Nótt.  "Þetta er bara fictional karakter."

Hann er ekki góð fyrirmynd, þ.e Dr. Mister. "Svartur og twisted húmor," sagði Ívar. "Við vildum bara búa til partí," bætir tónlistamaðurinn Ívar. "Þetta var bara conceptið hjá okkur núna," segir Ívar, allt annað verður uppá teninginum á næstu plötu  og upplýsir, við nánast fiðlutóna og hörpuhljómi í Kastljósinu. "Ég er hættur í dópi." Húrra fyrir Ívari, það er allt í lagi að dópa, auglýsa það í viðtölum, ef þú kemur bara fram í sjónvarpi og segist vera betri maður. Vonandi geta allir þeir sem hafa fallið fyrir hendi eiturlyfja risið upp úr gröfinni þakkað honum fyrir að hefja neyslu upp til skýjanna og hætta síðan. Mikið lifandi ósköp er nú gott að eiga góða mömmu.

Legg ég til að einhverjir foreldrar leggi fram kæru á hendur hljómsveitinni, plötuútgáfufélaginu sem hefur logið að þjóðinni, hafið fíkniefni upp til skýjanna undir fölskum formerkjum. Reyndar hefur Mundos  það fyrir satt að hljómsveitin hafi farið niður í Skífuna og hótað starfsmanni í búðinni fyrir að stilla plötu þeirra ekki rétt upp. Væntanlega bara í karakter þar, er ekki svo, Dr. Mister & Mister Handsome? Húrra fyrir Kastljósi, húrra fyrir Morgunblaðinu sem hafa nú afhjúpað raunveruleikann á bakvið þessa sveit. Um að gera að skella allri ábyrgð á uppdiktaða persónu. Alveg eins og Silvía Nótt?


Hvað með hina kennarana?

Stöð 2 sagði frá því að kennari hefði verið handtekinn með mikið magn af barnaklámi í tölvu sinni. Sagt er frá að maðurinn hafi verið kennari við grunnskólann í Brekkubæ og starfað þar í aldafjórðung. Ekki er sagt hvað þessi umræddi kennari heitir og því veltir Mundos því fyrir sér hvort ekki hefði verið betra að greina frá nafni mannsins í ljósi þess að fjöldi annarra kennara kynni að liggja nú undir grun. Frétt mbl.is á lesa hér og Stöðvar 2 fréttina hérna.

Sennilega hafa ritstjórar Stöðvar 2 ekki getað gert þetta því forveri (reyndar arftaki fyrst) hennar, NFS, barðist harkalega gegn framsetningu DV í máli sem upp kom á Ísafirði fyrir nokkru.

Allir geta verið sammála um að framsetning DV á þeirri frétt var til skammar fyrir ritstjórnina. Maðurinn hafði legið undir grun, hann var sagður gera hitt og þetta  auk þess sem fötlun hans var dreginn fram. Stöð 2 gerir hins vegar illt verra með frétt sinni vegna þess að umræddur maður hefur verið handtekinn, barnaklámið fundið og honum verið vikið úr starfi. Ljóst að maðurinn er sekur, dómurinn á einungis eftir að falla nema þessi kennari ætli að bera það fyrir sig að hann sé að vinna ævisögu sína en slíkt er víst algengt hjá þeim sem finnast með barnaklám. Hins vegar eru nokkrir kennarar í Brekkubæ vafalítið búnir að fá símhringingar í kvöld frá skyldmennum sem vilja fá að vita....


Ísland er best í heimi

Blaðamaður Belfast Telegraph er heillaður af landi og þjóð eins og sjá má af þessum pistli. Í miðjum pistlinum bregður blaðamaðurinn upp skemmtilegum staðreyndum af Íslendingum og er það nema furða að íslenskur bjór skuli nota slagorðið "Ísland! bezt í heimi"

Þar kemur fram að Íslendingar séu eina þjóðin í Nato sem ekki hafi yfir neinum herafla að ráða. Sem betur fer er kaninn farinn þannig að nú eru varnir þjóðarinnar engar.

Af þeim tæplega 700 lögreglumönnum sem starfa hjá ríkislögreglustjóra eru aðeins örfáir sem bera vopn - Víkingasveitin ógurlega.

Ekkert land á jafn marga gsm - síma og eru fleiri slíkir heldur en íbúar eyjarinnar.

Blaðamaður Belfast Telegraph heldur svona áfram en hann er víst á leiðinni til að hitta Eið Smára Guðjóhnsen, fyrirliða íslenska landsliðsins og leikmanns Barcelon. Eiður Smári hefur væntanlega ekki sofið mikið sunnudagsnóttina því liðið hans tapaði fyrir Real Madrid í Grand Clasico. Eiður fékk upplagt marktækifæri í fyrri hálfleik eftir stórkostlegan undirbúning liðsfélaga síns, argentíska undrabarnsins Lionel Messi en náði ekki að færa sér það í nyt.

Áfram heldur upptalninginn hjá Íranum.

Fimm morð eru að meðaltali framinn á ári og aðeins 118 Íslendingar dveljast á bak við lás og slá í fangelsum landsins.

Ungbarnadauði er með þeim fæstu í öllum heiminum og aðeins tíu þjóðir eru með hærri meðalaldur en frónverjar.

Íslendingar eru í svo mikilli útrás að bankarnir stækka mest af öllum bönkum í heiminum. 

Svo mörg voru þau orð... 


Ívar Örn og mamma hans

Einhver þekktasta fyllibytta landsins, Ívar Örn söngvari Dr. Mister & Mr. Handsome á góða mömmu.  Hún fór meira að segja í viðtal við Kastljós og sagði fjölmiðla vera að blása upp dópímynd sonar síns. Auðvelt er að skella skuldinni á dagblöð, sjónvarp og útvarp.

Fjölmiðlar eiga allt undir fréttum af fólki. Dr. Mister & Mr. Handsome eiga allt sitt undir fjölmiðlum, ef þeir fjalla ekki um hljómsveitina þá seljast engir diskar og ef engar plötur seljast þá er hljómsveitin sjálfdauð.

Fjölmiðlar geta ekki sýknt og heilagt ritskoðað þá aðila sem mæta í viðtöl til að kynna sjálfan sig og verk sín. "Ekki segja þetta og vertu ekkert að segjast vera í dópi," hefur engin blaðamaður sagt. Þar að auki hefur hjómsveitin gengist uppí því að kynna sig sem dópista, rokkhunda, kynlífsfíkla. Þeim finnst töff að vera svona, sama hvað mamma segir.

Ef einhver rokkari ákveður að birta ímynd sína svona, vill komast í viðtöl, er með athyglissýki, getur ekki sagt nei við myndatöku og þráir að sjá mynd af sér í blöðum, geta fjölmiðlar lítið við því gert.


Jónína kemst aftur í fréttirnar

Jónína Ben, einhver þekktasta athafnakona okkar Íslendinga, var í útvarpsfréttum Rásar 1. Ekki var þó Baugsmálið til umræðu heldur mótmæli í Ungverjalandi. Jónína er að grenna landa sína með nýstárlegum aðferðum eins og stólpípunni góðkunnu. Taka skal fram að Jónína talar ekki ungversku en hún lýsti því yfir í samtali við Fréttablaðið að hún væri ansi sleip í ensku.

Benitez í bobba

Stórleikjahelginni lýkur með leik Real Madrid og Barcelona í kvöld, sunnudag. Fyrr í dag tapaði Liverpool fyrir Manchester United með tveimur mörkum gegn engu í leikhúsi draumanna og voru það þeir Paul Scholes og Rio Ferdinand sem skoruðu fyrir rauðu djöflanna.

Rafael Benitez stendur frammi fyrir erfiðu verkefni. Liverpool virðist hafa misst trúna á að þeir geti veitt United, Arsenal og Chelsea verðuga keppni í kapphlaupinu um enska meistaratignina. Benitez er með stjörnum prýtt lið, valinn maður í hverju rúmi en hvorki gengur né rekur.

Mundos er mikill aðdáandi Liverpool, finnst þetta vera stórkostlegur klúbbur og gleymir seint þeirri kvöldstund í Istanbul þegar liðið snéri töpuðum leik í einhverri mögnuðustu endurkomu allra tíma. Ekki var það síðra sunnudagseftirmiðdagurinn þegar Steven Gerrard skoraði ótrúlegt mark á síðustu mínútu bikarúrslitaleiksins.

En eins og allir sannir knattspyrnuáhangendur vill Mundos fara að sjá enska meistaratitilinn í Bítlaborginni og ekki til Everton sem virðist ganga allt í haginn.

Benitez þarf að hætta þessu skiptikerfi sínu og treysta því ellefu manna liði sem er best. Liverpool virðist ekki finna taktinn og þegar það vinnur sína leiki þá er það oftast með einu marki. Síðan er lagst í vörn og þetta gleður ekki augað þótt stigin séu alltaf vel þeginn. Ásgeir Elíasson var hins vegar rekinn frá Fram þrátt fyrir að hafa unnið fyrstu deildina með yfirburðum. Forráðarmönnum liðsins þótti það leika leiðinlegan bolta.

Rafa er ekki á förum. Hann má ekki fara. Benitez stjórnaði Valencia þegar Barca og Real Madrid fengu hvern heimsklassaleikmanninn af fætur öðrum en tókst að skáka spænsku stórveldunum og varð meistari tvö ár í röð. Benitez þarf hins vegar að fara að aðlagast ensku deildinni betur, Luis Garcia þarf að fara hugsa sinn gang og Steven Gerrard var ekki nema skugginn af sjálfum sér í leiknum í dag. Reyndar hefur fyrirliðinn átt við meiðsli að stríða en þá verða hinir leikmennirnir að stíga upp. Þeir gerðu það einfaldlega ekki í dag.

Peter Crouch á að vera í byrjunarliðinu í hverjum leik og Pennant út á kanti til að skjóta á haus risans. Gerard á að vera fyrir framan með þá Sissoko og Alonso fyrir aftan sig. Steve Finnan og Riise eiga sitthvora bakvarðarstöðuna og Jamie Carragher og Daniel Agger geta orðið besta miðvarðarpar ensku úrvalsdeildarinnar. Peipa Reina hefur ekkert getað í vetur og það er kominn tími fyrir Dudek að fá að reyna sig. Með Crouch frammi gæti síðan verið Kyut eða Bellamy, jafnvel Fowler á góðum degi. Mark Gonzales ætti vel að geta valdið því að vera í byrjunarliðinu eða þá jafnvel Aurelio.

Þetta er sá pakki sem Benitez á að byggja í kringum. Engar ónauðsynlegar hræringar. Nú þarf Rauði herinn að spýta í lófana og fara að klifra upp töfluna. Ekkert annað í stöðunni.


Börnin seld fyrir atkvæði

Prófkjör eru á næsta leyti hjá flestum stjórnmálaflokkum og í dagblöðum landsmanna má víðast sjá merki þess. Greinar um áherslumálin hjá frambjóðendum og stuðningi lýst yfir af vinum þeirra og vandamönumm. Þessi og hinn er sagður heiðarlegur, fylginn sér og þar fram eftir götunum.

Frambjóðendur, þá sér í lagi þeir yngstu, hafa hins vegar uppgötvað nýjan miðil og það eru slúðurblöð landsmanna. Séð & Heyrt hefur reyndar ekki tekið virkan þátt í þessu en Hér & Nú hefur hellt sér útí baráttuna af fullum krafti.

Í síðustu viku var til að mynda forsíðuviðtal við Guðlaug Þór Þórðarson og Ágústu Johnsen þar sem stjórnarformaður Landsvirkjunar lýsti því yfir að hann hefði farið á hnén í snjónum og beðið sinnar heitelskuðu. Væntanlega hefðu nú margir rekið upp stór augu ef Alfreð Þorsteinsson hefði gert slíkt hið sama á sínum tíma.

Ögn neðar á sömu forsíðu var viðtal við Ágúst Ólaf Ágústsson þar sem hann sagði börnin vera sér allt og inní blaðinu var að finna myndir af þingmanninum unga með krakkaskarann og kisu.

Á forsíðu Hér & Nú í þessari viku er hvergi slegið af en þar er að finna einlægt viðtal við Guðmund Steingrímsson, sem nú loksins ætlar að bregðast við öllum þeim fjölmörgu kjaftasögum um framboð hans og bjóða sig fram, og unnustu hans Alexíu Björg Jóhannesdóttur, leikkonu og casting director. Jú, viti menn, haldið að þau skötuhjú lýsi því ekki yfir þau hafi orðið skotinn áður en þau kynntust. Hver er með þeim á myndinni? Jú, krakki Guðmundar.

Mundos brá þó hvað mest þegar hann sá mynd af hinum ellilega Birgi Ármanssyni á forsíðu Blaðsins en þingmaðurinn hafði keypt "kápu" utan um blaðið. Á burðarmyndinni mátti sjá þennan viðkunnalega mann mata litla krakkann sinn.

Mundos veit ekki hvort þessir menn hafi kynnt sér goðsögnina á bak við þingmanninn með börninn og þeir hafa augljóslega ekki séð nægjanlega mikið af kvikmyndum til að sjá hvert álit almennings er. Þingmennirnir með börnin hafa allaf eitthvað að fela og yfirleitt er komið upp um þá af rannsóknarlögreglu eða blaðamönnum. Mundos vonar þó að þessir menn séu einfaldlega svona hjartgóðir, rómantískir og barngóðir að þetta tengist ekkert þessari gömlu mýtu.


Næsta síða »

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband