Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

2008 gæti verið of seint

Forsetakosningar í Bandaríkjunum eru því miður ekki á næsta leyti. Þær verða ekki fyrr en á næsta ári. Og það gæti verið of seint. Ekki bara fyrir Bandaríkjamenn heldur heimsbyggðina alla.
George W. Bush hefur á kjörtímabili sínu tekist að rústa ímynd Bandaríkjamanna á alþjóðavísu. Hinum herskáu heimsvaldarseggjum er ekki lengur treyst til að vera alþjóðarlögregla. Enda hefur myndast gjá á milli Bandaríkjanna og Sameinðu þjóðann. Stofnunar sem virðist, eins og Bush, hafa glatað öllu trausti alþjóðasamfélagsins. Og það sem meira er. Bush hefur tekist að snúa þjóðinni gegn sér. Aðeins þrjátíu og átta prósent bandarísku þjóðarinnar er sátt við störf W. 
Slíkt hlýtur að heyra til undantekningar hjá forseta stórveldis í stríði. Man reyndar eftir einni góðri sögu sem ég heyrði í fréttum fyrir margt löngu. Ef sitjandi forseti væri undir í skoðanakönnunum ætti hann að gera árás eða lýsa yfir stríði. Kjósendur vilja ekki breytingar þegar hætta steðjar að. Bush og Repúblikana-flokkurinn eiga bara eftir Íran og Norður- Kóreu. 2008 gæti verið árið sem Vesturveldið lætur til skara skríða gegn öðru þeirra og tryggir sér áframhaldandi völd í Hvíta húsinu. Og þó.


mbl.is Bandarískur hermaður viðurkennir að hafa myrt íraska fanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samúræjar Alfreðs

Á elleftu öldinn var Japans-keisari varinn af flokki manna sem kallaðir voru Samúræjar. Þessir hermenn háðu sína hildi af hörku en heiðarlega. Siðferði þeirra og styrkur hefur orðið mörgum innblástur á síðustu og verstu stundum en frammistaða þeirra í bardögum hefur verið haldið lifandi í kvikmyndum á borð við Last Samurai og Seven Samurais eftir Kurosawa. Að ógleymdum öllum þeim skáldsögum sem hafa beina eða óbeina tilvísun til lifnaðar-og hugsunarháttar Samúræjanna.
Samúræjar Alfreðs eru nú með sverðin sín á lofti, eru komnir með blóðbragð í munninn eftir sigur gegn Túnis í dag. Og óneitanlega læðist að manni sá grunur að stemningin í herbúðum liðsins sé sú að ógnvænlegar stórþjóðir með stórskotalið í hverju horni gætu ekki grandað þeim.

Íslenska landsliðið sýndi styrk sinn fyrir alvöru í dag.  Alfreð Gíslason veit hvað hann er að gera. Og leikmenn efast aldrei eina sekúndu um ákvarðarnir hans og hvergi má sjá taugatitringing á aðgerðum sínum.
Liðið sýndi á móti Frökkum að það er meira en bara gott. Það er heilsteypt, það er skynsamt og það er tilbúið að fórna sér fyrir málstaðinn.

Sem verður ekki sagt um öll lið og nægir þar að benda á lið Dana. En danskir leikmenn hafa látið hafa eftir sér að liðið geti vel orðið heimsmeistari. Sá draumur er að breytast í martröð eftir tap þess gegn Króötum.


mbl.is Alfreð: „Gríðarlega mikilvægur sigur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir ánægðir með Íslendinga

Danska Ekstrabladet greinir frá stórsigri Íslendinga á vefsíðu sinni og segir að heimsmeistaraefni Frakka aldrei hafi aldrei átt möguleika gegn sterkum Íslendingum. Vefsíðan segir að Frakkar hafi beðið niðurlægjandi afhroð gegn frönsku Evrópumeisturunum.
Danir eru væntanlega ánægðir með að hafa ekki hafnað í milliriðli með Íslendingum þar sem lið þeirra hefur ekki riðið feitum hesti frá viðurreignum sínum. Íslendingar eiga góða möguleika því liðin fjögur sem eru með liðinu í riðli hafa ekkert sérstakt tak á landanum; Pólverjar, Slóvenar, Þjóðverjar og Túnisbúar hafa allir mátt lúta í lægra haldi fyrir "Strákunum okkar".
mbl.is Alfreð: „Við höfðum engu að tapa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar grýlur lengur til

Íslenskir handboltaspekúlantar þurfa að fara ansi langt aftur í sögubækurnar til að finna sigur gegn Frökkum á stórmóti. Hin magnaði sigur landsliðsins í kvöld verður lengi í minnum hafður, ekki síst vegna þess að þetta lið Alfreðs Gíslasonar hefur sýnt að engar grýlur eru lengi til.
Landsliðið hefur unnið lið Dana, Svía og nú Frakka. Engin getur lengur bókað sigur gegn þessum víðfrægu "strákunum okkar". Norðmenn urðu að sitja eftir með sárt ennið eftir gott gengi á undirbúningstímabilinu en Danir náðu naumum sigri gegn frændum sínum í síðasta leik.
Tvö stig í milliriðli er árangur sem mestu bjartsýnismenn þorðu ekki að vonast eftir, hvað þá eftir leik gærkvöldsins. Einhverjir hafa haldið því fram að Íslendingar eru bestir undir pressu en það er hreinlega ekki rétt, íslensk landslið hafa oftar en ekki farið halloka þegar spennan er sem mest og það sýndi sig kannski hvað best í leiknum gegn Úkraínu.
Liðið hefur hins vegar náð takmörkum sínum, komist áfram og getur notið dvalarinnar í Þýskalandi þar sem liðið leikur fyrir fullu húsi víðast hvar.  Hvað getur maður annað en tekið eitt whiskey-staup, reykt nokkrar sígarettur og beðið eftir endursýningunni. Geðveiki? Gef skít í slíkt.


mbl.is Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver fær Britney til að koma?

Ármann Þorvaldsson fékk Duran Duran til að spila fyrir sína gesti. Ólafur Ólafsson firrtist allur við og vildi vera stærri fiskur í hinni litlu tjörn. Hringdi til London og fékk sir Elton John. Sameinaði Bó og Bubba með stórsveit Reykjavíkur, sló ryki í augu allra þeirra sem höfðu horft á hann fá gefins pening frá Framsóknarmönnum og gaf milljarð til góðgerðarmála. Minnti meira á mafíuforingja sem telur sig bæta upp fyrir alla sína glæpi ef hann byggir nýja kirkju eða skóla í hverfinu sínu.
Nú hlýtur maður að vera spenntur fyrir næsta ári þegar Jón Ásgeir verður fertugur, skyldi ekki Britney loksins birtast og Simon Cowell yrði veislustjóri. Forstjórinn getur varla verið minni maður en smálaxarnir Ármann og Ólafur. Britney má muna fífil sinn fegurri en á næsta ári verður ferill hennar væntanlega kominn aftur á ról og hún mun varla hika við að syngja fyrir "frægðarfólkið" á landinu.
Hið merkilega er að einn ríkasti maður landsins lét sér "nægja" að leigja hótel undir sitt afmæli. Og það "bara" á Snæfellsnesi. Engir frægir listamenn heldur vinir, kunningjar og samstarfsmenn. Sumir þurfa hins vegar alltaf að láta alla aðra vita hversu ríkir þeir eru.


mbl.is Er Britney ólétt í þriðja sinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefur óvildarmönnum langt nef

Margrét Sverrisdóttir lýsti því yfir á bloggsíðu sinni fyrir nokkru að óvildarmenn hennar innan Frjálslynda flokksins létu ókvæðisorð í hennar garð fjúka á útvarpsstöðinni Útvarp Sögu. Nefndi hún sérstaklega Jón Magnússon sem gekk inn í flokkinn frá Nýju Afli.

Margrét lýsti yfir í Kastljósi í byrjun desember að hún sæi ekkert athugavert við að bjóða sig fram til formannsembættis flokksins. Flokksfélagar hennar brugðust margir hverjir ókvæða við enda var Margrét langt frá því sammála mörgum þeirra um málefni innflytjenda sem Margrét sagði að væru "rasísk". Að endingu komst flokkurinn að niðurstöðu og Margréti var gert að hætta störfum sem framkvæmdarstjóri flokksins "þannig að hún gæti einbeitt sér að kosningabaráttu sinni."

Margrét er greinilega meira í mun að lægja öldurnar innan flokksins og vill ekki vera styggja neinn að óþörfu. Fyrir það hlýtur hún hrós og klapp á bakið hjá öðrum sem fylgjast með stjórnmálum. Fyrir löngu eru allir orðnir þreyttir á pólitíkusum sem setja sjálfan sig í forgang fyrir flokkinn og nægir þar að nefna allar róteringarnar á vinstri væng stjórnmálanna. Framboð Margrét til varaformannsins sýnir að Margrét er klókari en margir aðrir og hefur lært gullna lexíu sem margir stjórnmálamenn flaska á. "Haltu vinum þínum nálægt en óvinum þínum enn nærri"


mbl.is Margrét Sverrisdóttir sækist eftir sæti varaformanns Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagurinn á eftir morgundeginum rætist

Í kvikmyndinni The Day After Tomorrow var því lýst á öfgafullan hátt hvernig veðurfar í heiminum breytist á einu augabragði. Vissulega ógnvænleg og óvísindaleg framtíðarsýn en veðrabreytingarnar hafa engu að síður sýnt sig á mjög bersýnilegan hátt að undanförnu.
Óveðrin í Skandinavíu, fimbulkuldi í Bandaríkjunum og í fréttum RÚV var greint frá því að villtu dýrin í Rússlandi leggðust ekki í dvala. Ef það hefur einhvern tímann verið nauðsynlegt að horfa á kvikmynd Al Gore, Inconvinent Truth, þá er það núna. The Day After Tomorrow fær hins vegar ekki nema tvær og hálfa stjörnu hjá undirrituðum.
mbl.is Banvænn vetur í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að bera í bakkafullan lækinn

Í færslu hér fyrir neðan má sjá að Guðmundur Jónsson telur málefni Byrgisins vera pólitístk frá upphafi til enda. Guðmundur ætti að sjá sóma sinn í því að taka örlögum sínum af æðruleysi. Af einhverjum ástæðum telur Ríkisendurskoðun að hætta eigi öllum styrkveitingum handa honum og að Samhjálp hafi verið fengin umsjón yfir starfsseminni.


mbl.is Stjórnarformaður Byrgisins segist fagna skýrslu Ríkisendurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kompás hlýtur uppreisn æru

Fréttaskýringaþátturinn Kompás hlýtur að varpa öndinni léttar eftir að skýrsla um fjármál Byrgisins var birt í dag. Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra,  tilkynnti jafnframt að öllum styrkveitingum til meðferðastofnunnar hefði verið hætt.
Ekki verður annað sagt en að skýrslan dragi upp dekkri mynd af rekstri Guðmundar Jónssonar en Kompás gerði nokkri sinni á sínum tíma. Forstöðumaðurinn gerði sig sekan um alvarlegt misferli með opinbert fé og notfærði sér stöðu sína sem guðsmaður í baráttunni gegn fíkniefnadjöflinum til að slá ryki í augu almennings þegar hann reyndi að klóra sig út úr vandræðum sínum í spjallþáttum á borð við Kastljós.
Kompás-menn fóru fram með mjög viðkvæmt mál og drógu fram í kastljósið atriði sem fáir fjölmiðlar hefðu þorað. Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jóhannes Kr. Kristjánsson, stjórnendur fréttaþáttarins, þorðu þegar aðrir þögðu en ljóst má vera að heilbrigðisyfirvöld hafa gert sig seka um algjört eftirlitsleysi gagnvart málefnum Byrgisins. Magnús Stefánsson verður sjálfur að axla ábyrgð sem æðsti yfirmaður en má ekki finna blóruböggla neðar í virðingarstiganum.
Guðmundur Jónsson hefur grafið sér djúpa gröf og svívirt mörg af helstu boðorðum kristinnar trúar sem hann hefur notfært sér í starfi sín sem meðferðarfulltrúi. Hann getur ekki falið sig á bakvið það að hafa reynti að vinna stofnun sinni gagn með framferði sínu heldur hefur eigingirnin gripið öll völd.
mbl.is Styrkjum til Byrgisins hætt og málinu vísað til saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blásið til sóknar hjá SME

Samkvæmt bloggsíðu Péturs Gunnarssonar hefur Sigurjón Magnús Egilsson, ritstjóri DV, ráðið frænda sinn Guðmund Pálsson úr Baggalútshernum til að stjórna menningarsíðum blaðsins. Sigurjón, betur þekktur sem SME, hefur nú gefið út tvö eintök af "nýju" DV og var síðasta blað ólíkt betra en það fyrsta.  
Reyndar vakti athygli að Paul McCartney var sagður á leiðinni til landsins en eftir því sem síðuskrifari kemst næst þá er þetta jafn nálægur draumur og U2 haldi tónleika í Egilshöll...ekkert skyldi hins vegar útiloka.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Freyr Gígja Gunnarsson
Blaðamaður, golfari og sjúklegur aðdáandi enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Umfram allt húsbóndi á Hjarðarhaga 46 þar sem húsfreyjan Júlía Margrét ræður ríkjum.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband