Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
31.1.2007 | 23:15
Hátíð feimna og hlédræga fólksins
Lay Low og Pétur Ben. héldu uppi merkjum krúttkynslóðarinnar. Löggiltu hálfvitarnir fengu líka sitthvað fyrir sinn snúð því bæði Bó og Bubbi fórum heim með verðlaunagrip. Ekki má gleyma FM-kynslóðinni en slagari Jeff Who?, Barfly, var "kosið" vinsælasta lagið- eitthvað þarf að skoða heitið á þeim flokki því varla er hægt að kjósa um vinsælasta lagið. Eitt lag hlýtur hreinlega að vera vinsælast- Spurning hvort þetta ætti ekki að heita "besta" lagið. Og um það gætu áhorfendur kosið.
Á það hefur verið bent að tónlistarmennirnir á hátíðinni sitji ekki við sama borð því meiri líkur séu á því að fólk í klassíska-og djassflokknum vinni til verðlauna. Þessar tónlistarstefnur eiga því miður erfitt uppdráttar á markaðstorgi guðanna og verðskulda því alla athygli. Þessi verðlaun eru tvímælalaust eitt mikilvægasta tækið til þess.
Lay Low sigurvegari íslensku tónlistarverðlaunanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2007 | 18:08
Undarleg ákvörðun Alfreðs
Vafalítið leikur þar stórt hlutverk að leikmaðurinn hefur engan veginn náð að fylgja eftir velgengni sinni með landsliðinu á EM í Sviss og á HM í Túnis. Hins vegar eru ákveðin gleðitíðindi að Einar Örn Jónsson skuli fylla hans skarð því Alexander Petterson hefur varla mátt una sér hvíldar á mótinu. Einar Örn gæti hæglega leyst hann af hólmi um stundarsakir á meðan "Vélmennið" tekur sér smá pásu.
Arnór og Róland hvíla í kvöld, Einar Örn er með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2007 | 21:32
Danski þjálfarinn varar við of mikilli bjartsýni
Landsliðþjálfari Dana varar landa sína við of mikilli bjartsýni. Herbragðið hans um að reyna slá á væntingar Dana virkar varla því þeir eiga vafalítið erfitt með trúa því að þeir eigi eftir að tapa fyrir þessari litlu eyjaþjóð.
Þjálfarinn hittir þó naglann á höfuðið þegar hann segir að leikurinn eigi eftir að vera hryllingsmynd og hin mesta orrusta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2007 | 21:08
Valkostir Margrétar ófáir
Sveinn Hjörtur skrifar á moggabloggi sínu að hann telji útilokað að Margrét gangi til liðs við þá Jón Baldvin og Ómar Ragnarsson en þeir hafa verið spyrtir saman af fréttastofu Stöðvar 2. Samsæriskenningarsmiðirnir eru ekki lengi að fara á kreik og þá ekki síst innan Framsóknarflokksins. Ekki furða. Einn flokkur tapar meira en sá græni og það er her Ingibjargar Sólrúnar í Sam-fylkingunni. Óvenjuleg staða fyrir Framsóknarmenn að vera í.
En nú ætti sá ágæti flokkur að hugsa sinn gang. Hin heilaga þrenning sem samanstendur af Margréti, Ómari og Jóni Baldvini er á lausu.
Þetta minnir óneitanlega á andrúmsloftið í knattspyrnuheiminum þegar Milan liðin Inter og AC börðust um bestu bitana eftir EM árið 1988. Þá gengu þrenningar úr þýsku og hollensku liðinum til stórveldanna. Matthaus, Breme og Klinsmann léku með Inter og Frank Riikjard, Ruud Gullit og Marco Van Basten fóru til Silvio Berlusconi í AC.
Margrét, Jón Baldvin og Ómar; hver ætli bjóði best?
Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2007 | 19:43
Húslestur uppúr Íslandsklukkunni
Landsliðið etur kappi við Dani á morgun. Fyrrum herraþjóðin skal lögð af velli ef "strákunum" á að takast að komast í undanúrslit.
Greint var frá því í fjölmiðlum að landsliðið hefði horft á myndband sem skírskotaði til stöðu þessi fyrir leikinn gegn Frökkum í undanriðlunum. Og óneitanlega hlýtur að vakna sú spurning hvað verður gert fyrir leikinn gegn Dönum.
Einn er sá maður sem lenti hvað eftirminnilegast í klónum á einokunarverslun Dana og það var Jón Hreggviðsson. Bóndin af Akranesi lifnaði eftirminnilega við í Íslandsklukku Halldórs Kiljan Laxness og lenti í ótrúlegum ævintýrum. Honum var varpað í dýflissu á Bessastöðum fyrir að stela snærisspotta og var síðan ranglega sakaður um að hafa drepið mann Og af hverjum öðrum heldur en Dönum.
Ætli Alfreð fái ekki bara menntamálaráðherrann Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að sjá um húslestur úr Íslandsklukkunni. Hún ætti í það minnst ekki langt að sækja þá hæfileika sína því faðir hennar Gunnar Eyjólfsson er sá besti í þessu fagi.
Íslenska landsliðið mætt til Hamborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2007 | 01:09
Danir kætast heimafyrir
Vonandi tekst að hrekja danska hrokann langt ofan í kok á fyrrum herraþjóðinni og sýna þessum baunum hvar Davíð keypti ölið.
Guðjón Valur í 4.-5. sæti á markalistanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2007 | 01:03
Frjálslyndir missa af Ómari
Þetta er mikill missir fyrir Frjálslynda sem hafa á einhvern undarlegan hátt gert nafn flokksins síns að merkingarleysu.
Ómar gerir að því skóna að nýtt framboð kunni að vera í undirbúningi og lýsir yfir mikilli hrifningu með orð Jóns Baldvins Hannibalssonar í Silfri Egils. En þar ku fyrrum formaður Alþýðuflokksins hafa nánast lýst frati á leiðtogalausa Samfylkingu og óttast að stjórnin kynni að halda velli í komandi Alþingiskosningum. Ekki vegna eigins ágæti heldur vopnleysis andstæðingsins.
Kolbrún Stefánsdóttir kjörin ritari Frjálslynda flokksins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2007 | 00:31
Loksins sammála Ferguson
Ég hef ekki lagt það í vana minn að vera sammála Alex Ferguson. Sennilega vegna þess að aðdáendur liðs hans þykir fátt skemmtilegra en að rifja upp meistaraleysi Liverpool.
En aldrei þessu vant verð ég að taka undir orð Ferguson. Hann vill ekki sjá að liðum frá Spáni, Ítalíu og Englandi verði fækkað í stærstu deild allra tíma, Meistaradeildinni, eins og nýkjörinn forseti UEFA, Michel Platini, hefur lýst yfir að hann vilji.
Að ímynda sér meistaradeildina án United, Liverpool, Arsenal og Chelsea er nánast útilokað. Á Ítalíu yrði það sama uppá teninginum og spænsk lið myndu hætta að setja skemmtilegan blæ á keppnina.
Að öllum líkindum vill Platini veg Frakklands sem mestan. Lyon er eina liðið sem hefur átt eitthvað roð í stórliðin ef undanskilið er stjörnum prýtt Mónakó undir stjórn Deschamps. Sem tapaði eftirminnilega fyrir Jose Mourinho.
Stórveldin í Evrópu ber að eiga sæti meðal þeirra bestu. Og um þessar mundir eru tólf stórlið frá þremur þjóðum sem er nauðsynlegt að hafa í Meistaradeild Evrópu til að hún haldi glæsileika sínum.
Ferguson varar Platini við að breyta Meistaradeildinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007 | 21:44
Af hverju gerðu Ármann og Ólafur ekki þetta?
Sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Egill Helgason, svaraði auðjöfrunum kannski hvað best í Kastsljósi kvöldsins, að ekki mætti lengur fjalla um græðgi á þessu landi án þess að það væri bendlað við öfund.
Peningum rignir af himnum ofan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2007 | 21:06
Skiljanleg gremja
Stirðleikinn milli vesturs og austurs hefur tekið á sig sögulega og menningarlega mynd. Engin tilviljun að forseti Írans skuli lýsa því yfir að herför nasista gegn Gyðingum sé sögufölsun. Gott dæmi um hversu stirð sambúðin er milli þessara menningarheima er orðinn.
Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið ákvörðun um að fordæma þær þjóðir sem hafa í heiðri slíkar skoðanir. Og það er rétt afstaða af þessari stofnun. Helför gyðinga er smánarblettur á sögu Vestursins. En gremja arabaþjóðanna er skiljanleg.
Þær eru ófáar þjóðirnar sem hafa fylkt liði á bak við Bandaríkin og "helför" þeirra gegn þessum þjóðflokki. Loka augunum fyrir þeim kvölum og pínu sem hefndarþorsti Bush-veldisins hefur valdið þeim. Afneitun Írans á þessari söguleg staðreynd er því ekkert annað en viðbrögð við lokuðum augum alþjóðasamfélagsins.
SÞ fordæmir þá sem afneita helför gyðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Bloggvinir
Tenglar
Allt sem skiptir máli
- Fyrir austan tala þeir um...
- Vesturlandinu gerð skil
- Þetta er helst fyrir vestan
- Aðstoðarmaðurinn fyrrverandi
- Misjafnlega gott íslenskt slúður
- Með sunnudagskaffinu
- NFS...líka á netinu
- Morgunblaðið..á netinu
- Fyrir meinlokurnar
- Íslenskar kvikmyndafréttir
- Hin eina og sanna
- Handboltahetjan
- Eðlukóngurinn
- Allt um boltann
- Slúðrið frá Bretlandi
- Fréttaveita af bestu gerð
- Sigursælasta lið í heimi